Til hamingju, ég samhryggist: Af kvennaverkfalli og Huldu Jónsdóttur Tölgyes Thelma Hafþórsdóttir Byrd skrifar 25. október 2023 13:00 Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun