Aron á eina dóttur úr fyrra sambandi og Rita tvö börn.
Aron er nýlega kominn heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. Hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt FH í sumar og festi í kjölfarið kaup á raðhúsi í Hafnarfirði, nánar tiltekið við Stekkjarberg.
Húsið er rúmlega 175 fermetrar að stærð á tveimur hæðum, byggt árið 2022. Ásett verð er um 132 milljónir.
