Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2023 14:15 Leitað að fólki eftir loftárás Ísraela á Gasaströndinni í morgun. AP/Hatem Ali Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. „Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
„Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30
Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43
Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30
Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent