Skoðun

Val er vald

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Þeim var nauðugur kostur einn – verður ritað í sögubækur um okkar tíma. Þetta voru tímarnir þegar við risum upp og æfðum okkur í Samstöðu – eiginleikanum sem við fæðumst ekki með og er ætlað að þroska á Vegferðinni. Í gegnum áskoranir sem við teljum okkur trú um að séu okkur ofviða eða illviðráðanlegar – en það er aðeins af því við erum sundurslitin og tætt.

Það merkilega við valið er að það er ávallt hægt að velja aftur – í sífellu. Það heitir í gæðafræðum sífelldar endurbætur. Það er mannlegt eðli að vilja gera betur, ná lengra, teygja sig, reyna á sig. Það er eðlilegur hluti lærdómshringrásar að eiga lærdómskorn – sem sumir kalla ranglega mistök – og þroskamerki að geta rýnt kornin, velt þeim fyrir sér og valið upp á nýtt.

Með viljann að vopni, einlægan ásetning til bætingar og fyllt Sköpunargleði er hollt að endurskapa sig sjálf og tilveru sína – með því að velja. Sameinuð getum við allt, sundruð föllum vér.

Eymd er valkostur, það er velsæld líka.

Val er vald.

Höfundur er fyrrum formaður FKA.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×