Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. október 2023 13:00 Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kvennaverkfall Kjaramál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun