Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2023 20:44 Palestínumenn leita aðstandenda í rústum byggingar sem varð fyrir sprengjuregni Ísraelshers í dag. AP Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira