Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2023 13:51 Syrgjandi felur andlitið í höndum sér eftir loftárás Ísraelsmanna í Deir Al-Balah á miðju Gasasvæðinu. AP/Hatem Moussa) Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Ísraelsmenn beina því nú til Palestínumanna á norðurhluta Gasa að flýja suður, þar sem meiri kraftur verði settur í loftárásir á svæðinu. Suðurhluti Gasa hefur þó alls ekki farið varhluta af sprengjuárásum Ísraelsmanna; hundruð hafa fallið þar í árásum síðustu daga, þó að svæðið eigi að heita öruggara. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Þá greindi talsmaður hersins frá því í morgun að Ísraelsher hefði grandað „tifandi tímapsrengju“ í loftárás á Vesturbakkanum; miðstöð hryðjuverkamanna sem starfrækt hefði verið undir mosku í Jenin-flóttamannabúðunum. Hópurinn bæri ábyrgð á fjölmörgum árásum í Ísrael og hefði verið að skipuleggja fleiri þegar hann var þurrkaður út. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palstínu. Gangan hefst við Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan 14:20 og gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Klukkan 15:15 hefst svo samstöðufundur þar. Þar munu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flytja ræður. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir „Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40 Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Ísraelsmenn beina því nú til Palestínumanna á norðurhluta Gasa að flýja suður, þar sem meiri kraftur verði settur í loftárásir á svæðinu. Suðurhluti Gasa hefur þó alls ekki farið varhluta af sprengjuárásum Ísraelsmanna; hundruð hafa fallið þar í árásum síðustu daga, þó að svæðið eigi að heita öruggara. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Þá greindi talsmaður hersins frá því í morgun að Ísraelsher hefði grandað „tifandi tímapsrengju“ í loftárás á Vesturbakkanum; miðstöð hryðjuverkamanna sem starfrækt hefði verið undir mosku í Jenin-flóttamannabúðunum. Hópurinn bæri ábyrgð á fjölmörgum árásum í Ísrael og hefði verið að skipuleggja fleiri þegar hann var þurrkaður út. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palstínu. Gangan hefst við Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan 14:20 og gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Klukkan 15:15 hefst svo samstöðufundur þar. Þar munu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flytja ræður.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir „Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40 Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
„Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40
Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30
Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“