Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2023 20:37 Ísraelsk stjórnvöld hafa kallað eftir sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki komið nálægt sendingum á neyðarbirgðum. EPA Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var í morgun hleypt yfir Rafah-landamærin, landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar, í fyrsta skiptið síðan Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði á hendur Palestínu fyrir tveimur vikum. Ríflega tvö hundruð flutningabílum hafi verið komið fyrir við landamærin Egyptalandsmegin með um það bil þrjú þúsund tonn af neyðarbirgðum innanborðs. Af þeim tvö hundruð bílum var einungis tuttugu hleypt yfir landamærin. Hjálparstarfsmenn segjast ekki búast við annarri sendingu af neyðarbirgðum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að fá sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki lagt hald á sendingarnar, áður en þau heimila fleiri sendingar. Embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að staðfesting á því væri í ferli. Hjálparsamtök eru enn í samningaviðræðum við ísraelsk yfirvöld um að fá að flytja eldsneyti yfir landamærin, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að halda sjúkrahúsum og dælikerfum gangandi. Fimm hundruð flutningabílar daglega fyrir stríð António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsótti Rafah-landamærin á föstudag. Á friðarfundi í Kaíró í dag sagði hann að brýnt sé að tryggja íbúum Gasa stöðuga aðstoð og eins mikla og þörf krefur. Þá kallaði hann eftir mannúðarvopnahléi til þess að bjarga íbúum Gasa frá ástandi sem hann lýsti sem martraðarkenndu. Riham Jafari, samskipta- og hagsmunastjóri ActionAid hjálparsamtakanna, sagðist á ráðstefnunni fagna þeirri hjálp sem borist hefur íbúum á Gasasvæðinu. „En það er ljóst að það sem var afhent í dag er varla dropi í hafið. Áður en stríðið hófst komu að jafnaði um fimm hundruð flutningabílar yfir landamærin á hverjum degi og veittu íbúum Gasa, sem þegar stóðu frammi fyrir mannúðarkrísu, lífsnauðsynjar,“ sagði Jafari. „Auk þess komu flutningabílarnir ekki með eldsneyti sem er nauðsynlegt til þess að knýja rafmagnið á spítölunum áfram, halda sjúkrabílum gangandi og pumpa vatni upp úr jörðinni,“ bætti hann við og gerði í kjölfarið ákall eftir vopnahléi. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46 Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var í morgun hleypt yfir Rafah-landamærin, landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar, í fyrsta skiptið síðan Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði á hendur Palestínu fyrir tveimur vikum. Ríflega tvö hundruð flutningabílum hafi verið komið fyrir við landamærin Egyptalandsmegin með um það bil þrjú þúsund tonn af neyðarbirgðum innanborðs. Af þeim tvö hundruð bílum var einungis tuttugu hleypt yfir landamærin. Hjálparstarfsmenn segjast ekki búast við annarri sendingu af neyðarbirgðum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að fá sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki lagt hald á sendingarnar, áður en þau heimila fleiri sendingar. Embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að staðfesting á því væri í ferli. Hjálparsamtök eru enn í samningaviðræðum við ísraelsk yfirvöld um að fá að flytja eldsneyti yfir landamærin, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að halda sjúkrahúsum og dælikerfum gangandi. Fimm hundruð flutningabílar daglega fyrir stríð António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsótti Rafah-landamærin á föstudag. Á friðarfundi í Kaíró í dag sagði hann að brýnt sé að tryggja íbúum Gasa stöðuga aðstoð og eins mikla og þörf krefur. Þá kallaði hann eftir mannúðarvopnahléi til þess að bjarga íbúum Gasa frá ástandi sem hann lýsti sem martraðarkenndu. Riham Jafari, samskipta- og hagsmunastjóri ActionAid hjálparsamtakanna, sagðist á ráðstefnunni fagna þeirri hjálp sem borist hefur íbúum á Gasasvæðinu. „En það er ljóst að það sem var afhent í dag er varla dropi í hafið. Áður en stríðið hófst komu að jafnaði um fimm hundruð flutningabílar yfir landamærin á hverjum degi og veittu íbúum Gasa, sem þegar stóðu frammi fyrir mannúðarkrísu, lífsnauðsynjar,“ sagði Jafari. „Auk þess komu flutningabílarnir ekki með eldsneyti sem er nauðsynlegt til þess að knýja rafmagnið á spítölunum áfram, halda sjúkrabílum gangandi og pumpa vatni upp úr jörðinni,“ bætti hann við og gerði í kjölfarið ákall eftir vopnahléi.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46 Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46
Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42
Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40