Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 11:15 Óvíst er hvað verður um laugar borgarinnar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva. Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva.
Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira