Brutu lög með því að dreifa kynlífstækjum um húsið Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 13:09 Birna Rún og Gerður í Blush. Gerður var valin markaðsmanneskja ársins 2021. Vísir/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Kynlífstækjaversluninni Blush hefur verið gerð 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Auglýsingastofan Pipar hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin í fyrra. Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og sérfræðingur í samfélagsmiðlinum TikTok, vakti mikla athygli í fyrra þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum, þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingunni. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Hún hefur nú fjarlægt myndbandið af miðlinum. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða. Frétt Vísis um fasteignaauglýsinguna má sjá hér að neðan. Á myndum í henni sjá glöggir lesendur kynlífstæki. Hafi hvorki fengið greitt í vörum né peningum Í tilkynningu um ákvörðun Neytendastofu segir að í svörum Blush hafi komið fram að samstarf Birnu og Blush hafi hafist í júlí 2022 en Birna hafi hvorki fengið greitt í peningum né vörum fyrir umrætt myndband og ekki hafi verið óskað eftir auglýsingu frá henni. Í svörum Pipar auglýsingastofu hafi komið fram að félagið hafi verið í samstarfi við Blush við gerð auglýsingaherferðar til kynningar á vörum Blush og hafi meðal annars nýtt tækifærið að fyrirsvarsmaður Blush væri að selja fasteign og „falið“ vörur frá Blush inni á fasteignaljósmyndunum til að sjá hvort fólk tæki eftir þessum hlutum inni á myndunum. Félagið hafi hins vegar ekki verið í neinu samstarfi eða samskiptum við Birnu við gerð umfjallana um vörur Blush. Ætlar að kynna sér reglurnar betur Þá hafi komið fram í svörum Birnu að hún hafi gert umrætt Tiktok myndband eftir að Gerður hafi bent henni á fasteignaauglýsinguna og sagt henni að þar leynist skemmtilegir hlutir sem gæti verið fyndið grín á Tiktok. Þá hafi komið fram í svörum hennar að hún hafi greinilega ekki kynnt sér reglur um auglýsingar á samfélagsmiðlum nægilega vel en muni bæta úr því. Neytendur blekktir Í tilkynningunni segir að Neytendastofa hafi komist að þeirri niðurstöðu að neytendur hafi verið blekktir með fasteignaauglýsingunni enda hafi engar merkingar eða nokkuð annað gefið til kynna að um annað en hefðbundna fasteignaauglýsingu væri að ræða. Uppstilling vara Blush í fasteignaauglýsingunni væri að mati Neytendastofu gerð í auglýsinga- og viðskiptalegum tilgangi. Markmiðið hafi verið að vekja athygli neytenda á vörum Blush, og fasteignaauglýsingin sjálf væri í raun hluti af auglýsingaherferð fyrir Blush sem gerð var með aðkomu Pipar auglýsingastofu. Með því hafi bæði Blush og Pipar auglýsingastofa brotið gegn ákvæðum laga með villandi viðskiptaháttum og notkun dulinna auglýsinga. Fleiri færslur duldar auglýsingar Þá hafi Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Birnu um fasteignaauglýsinguna hafi verið dulin auglýsing. Aðrar færslur hennar um vörur Blush á Instagram og Tiktok væru einnig duldar auglýsingar enda hafi myndböndin ekki verið merkt sem auglýsing. Neytendastofa hafi einnig komist að þeirri niðurstöðu að aðkoma Blush að umræddum auglýsingum hafi verið sjálfstætt brot. Gerður hafi leiðbeint um gerð og hvatt til þess að umræddar auglýsingar væru gerðar. Neytendastofa bannaði Blush, Pipar auglýsingastofu og Birnu Rún Eiríksdóttur að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti að viðlögðum sektum. Þá taldi stofnunin hæfilegt að sekta Blush um 200.000 kr. vegna brota sinna. Fengu Lúðurinn og svo á lúðurinn Blush og Pipar fengu Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í flokki almannatengsla í fyrra fyrir herferðina sem hér um ræðir, Finndu muninn. Í umfjöllun um herferðina segir á vef Pipars að markmið herferðarinnar hefði verið að undirstrika að kynlífsleikföng séu eðlilegur hluti af heilbrigðu kynlífi og þar með daglegu lífi fólks. „Til að „tísa“ í herferðina og koma henni af stað af krafti, þá ákváðum við að nýta okkur að Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, væri að setja húsið sitt á sölu. Við komum kynlífsleikföngum fyrir á fasteignamyndunum og biðum þess að fólk myndi koma auga á þau – sem það gerði og vakti uppátækið töluverða athygli.“ Auglýsinga- og markaðsmál Fasteignamarkaður Neytendur Verslun Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og sérfræðingur í samfélagsmiðlinum TikTok, vakti mikla athygli í fyrra þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum, þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingunni. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Hún hefur nú fjarlægt myndbandið af miðlinum. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða. Frétt Vísis um fasteignaauglýsinguna má sjá hér að neðan. Á myndum í henni sjá glöggir lesendur kynlífstæki. Hafi hvorki fengið greitt í vörum né peningum Í tilkynningu um ákvörðun Neytendastofu segir að í svörum Blush hafi komið fram að samstarf Birnu og Blush hafi hafist í júlí 2022 en Birna hafi hvorki fengið greitt í peningum né vörum fyrir umrætt myndband og ekki hafi verið óskað eftir auglýsingu frá henni. Í svörum Pipar auglýsingastofu hafi komið fram að félagið hafi verið í samstarfi við Blush við gerð auglýsingaherferðar til kynningar á vörum Blush og hafi meðal annars nýtt tækifærið að fyrirsvarsmaður Blush væri að selja fasteign og „falið“ vörur frá Blush inni á fasteignaljósmyndunum til að sjá hvort fólk tæki eftir þessum hlutum inni á myndunum. Félagið hafi hins vegar ekki verið í neinu samstarfi eða samskiptum við Birnu við gerð umfjallana um vörur Blush. Ætlar að kynna sér reglurnar betur Þá hafi komið fram í svörum Birnu að hún hafi gert umrætt Tiktok myndband eftir að Gerður hafi bent henni á fasteignaauglýsinguna og sagt henni að þar leynist skemmtilegir hlutir sem gæti verið fyndið grín á Tiktok. Þá hafi komið fram í svörum hennar að hún hafi greinilega ekki kynnt sér reglur um auglýsingar á samfélagsmiðlum nægilega vel en muni bæta úr því. Neytendur blekktir Í tilkynningunni segir að Neytendastofa hafi komist að þeirri niðurstöðu að neytendur hafi verið blekktir með fasteignaauglýsingunni enda hafi engar merkingar eða nokkuð annað gefið til kynna að um annað en hefðbundna fasteignaauglýsingu væri að ræða. Uppstilling vara Blush í fasteignaauglýsingunni væri að mati Neytendastofu gerð í auglýsinga- og viðskiptalegum tilgangi. Markmiðið hafi verið að vekja athygli neytenda á vörum Blush, og fasteignaauglýsingin sjálf væri í raun hluti af auglýsingaherferð fyrir Blush sem gerð var með aðkomu Pipar auglýsingastofu. Með því hafi bæði Blush og Pipar auglýsingastofa brotið gegn ákvæðum laga með villandi viðskiptaháttum og notkun dulinna auglýsinga. Fleiri færslur duldar auglýsingar Þá hafi Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Birnu um fasteignaauglýsinguna hafi verið dulin auglýsing. Aðrar færslur hennar um vörur Blush á Instagram og Tiktok væru einnig duldar auglýsingar enda hafi myndböndin ekki verið merkt sem auglýsing. Neytendastofa hafi einnig komist að þeirri niðurstöðu að aðkoma Blush að umræddum auglýsingum hafi verið sjálfstætt brot. Gerður hafi leiðbeint um gerð og hvatt til þess að umræddar auglýsingar væru gerðar. Neytendastofa bannaði Blush, Pipar auglýsingastofu og Birnu Rún Eiríksdóttur að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti að viðlögðum sektum. Þá taldi stofnunin hæfilegt að sekta Blush um 200.000 kr. vegna brota sinna. Fengu Lúðurinn og svo á lúðurinn Blush og Pipar fengu Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í flokki almannatengsla í fyrra fyrir herferðina sem hér um ræðir, Finndu muninn. Í umfjöllun um herferðina segir á vef Pipars að markmið herferðarinnar hefði verið að undirstrika að kynlífsleikföng séu eðlilegur hluti af heilbrigðu kynlífi og þar með daglegu lífi fólks. „Til að „tísa“ í herferðina og koma henni af stað af krafti, þá ákváðum við að nýta okkur að Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, væri að setja húsið sitt á sölu. Við komum kynlífsleikföngum fyrir á fasteignamyndunum og biðum þess að fólk myndi koma auga á þau – sem það gerði og vakti uppátækið töluverða athygli.“
Auglýsinga- og markaðsmál Fasteignamarkaður Neytendur Verslun Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira