„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 08:00 Þuríður Guðmundsdóttir, sem oftast er kölluð Rúrý, stundaði fimleika um árabil en stóran hluta af þeim tíma var hún að glíma við þráðláta bakverki. Vísir/Einar Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. Þeir sem stundað hafa afreksíþróttir á unga aldri hafa sumir reynslu af því að meiðast og finna fyrir verkjum. Ein þeirra er Þuríður Guðmundsdóttir sem æfði fimleika um árabil. Hún byrjaði að æfa fimleika á leikskólaaldri og æfði áhaldafimleika. Um níu ára aldur fór hún að finna fyrir verkjum í baki en hún æfði þá sex sinnum í viku tvo tíma í senn. Verkirnir fóru versnandi og fóru foreldrar hennar með hana til læknis og í sjúkraþjálfun. „Sjúkraþjálfunin hún skilaði einhverjum árangri en ég varð aldrei betri. Ég var alltaf slæm.“ Rætt var við Þuríði í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sagði hún verkina hafa verið svo slæma að á tímabili hafi hún hafi tekið töluvert af verkjalyfjum líkt og íbúfen og paratabs. „Ég þurfti að byrja að taka verkjatöflur og þær hjálpuðu mér. Síðan seinnipart grunnskóla þá var þetta bara svona hækjan mín. Þá var ég farin að nota verkjatöflurnar mjög mikið til þess að lina sársaukann.“ Hægt er að sjá brot úr þriðja þætti af Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Klippa: Meiðsli barna og verkjalyfjanotkun Um tíma hafi hún verið farin að taka verkjalyf daglega. „Á hverjum degi. Alltaf fyrir æfingar og stundum áður en ég fór að sofa.“ Langvarandi neysla verkjalyfjanna hafði mikil áhrif á hana. „Til langs tíma þá gerðu þau mjög slæmt og ég fékk til dæmis magasár um fjórtán fimmtán ára sem má tengja bara beint til verkjatöflunotkunar.“ Hún segir foreldra sína ekki hafa vitað af því hversu mikið hún tók af verkjalyfjum. Þrátt fyrir þráðláta verki hætti Þuríður ekki í fimleikum fyrr en hún slasaðist illa á báðum höndum. „Ég lendi í þessu slysi tvítug. Ég brýt á mér átta fingur af tíu og eftir það þá er ég farin að vera svolítið hrædd við stökkin og í fimleikum ef þú ert farinn að vera hræddur þá er mjög erfitt að stunda fimleika.“ Börn geta sjálf keypt lyf Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun má hver sem er kaupa lyf. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Börnin geta því sjálf farið í apótek og keypt sér lyf. Anna Bryndís Blöndal lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands segir mikla notkun bólgueyðandi lyfja geta haft slæm áhrif. Vísir/Stefán Anna Bryndís Blöndal, lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, segir sífellt fleiri fá magabólgu eða magasár. Hún telur að það megi að hluta rekja til þess að bólgueyðandi lyf fáist í lausasölu og fólk geti því tekið þau án þess að ræða við lækni. „Með íbúfenið þá getur það valdið magasári og magablæðingu. Til lengri tíma þá getur það haft áhrif á nýrun. Það hækkar blóðþrýsting. Þannig þessi lyf eru í rauninni fyrst og fremst til að nota í skamman tíma.“ Foreldrar hafa gefið börnum verkjalyf svo þau geti keppt Þá eru þjálfarar sem segja að stundum sé það að frumkvæði foreldranna að börnin taki verkjalyf til að geta keppt. „Ég hef alveg séð foreldri koma með verkjalyf fyrir barn á grunnskólaaldri til að taka svo það klári leikinn,“ segir Díana Guðjónsdóttir þjálfari. Díana Guðjónsdóttir hefur áratuga reynslu af því að þjálfa handbolta. Rætt var við hana í þáttunum Hliðarlínan.Vísir/Einar Það var ekki fyrr en Þuríður hætti í fimleikum og eftir að hún fór til kírópraktors að henni fór loks að líða betur í bakinu. Hún ákvað að læra sjálf að verða kírópraktor og í dag vinnur hún við að hjálpa börnum sem eru í sömu stöðu og hún var. Hún segir sjálfsagt að börn taki verkjalyf þegar þau séu með mikla verki. Það sé hins vegar ekki lausn til langs tíma. „Mér finnst það allt í lagi að taka verkjalyf þegar þess þarf en það á bara að vera einstöku sinnum. Alls ekki í hverri viku.“ Hægt er að sjá brot úr Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Þeir sem stundað hafa afreksíþróttir á unga aldri hafa sumir reynslu af því að meiðast og finna fyrir verkjum. Ein þeirra er Þuríður Guðmundsdóttir sem æfði fimleika um árabil. Hún byrjaði að æfa fimleika á leikskólaaldri og æfði áhaldafimleika. Um níu ára aldur fór hún að finna fyrir verkjum í baki en hún æfði þá sex sinnum í viku tvo tíma í senn. Verkirnir fóru versnandi og fóru foreldrar hennar með hana til læknis og í sjúkraþjálfun. „Sjúkraþjálfunin hún skilaði einhverjum árangri en ég varð aldrei betri. Ég var alltaf slæm.“ Rætt var við Þuríði í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sagði hún verkina hafa verið svo slæma að á tímabili hafi hún hafi tekið töluvert af verkjalyfjum líkt og íbúfen og paratabs. „Ég þurfti að byrja að taka verkjatöflur og þær hjálpuðu mér. Síðan seinnipart grunnskóla þá var þetta bara svona hækjan mín. Þá var ég farin að nota verkjatöflurnar mjög mikið til þess að lina sársaukann.“ Hægt er að sjá brot úr þriðja þætti af Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Klippa: Meiðsli barna og verkjalyfjanotkun Um tíma hafi hún verið farin að taka verkjalyf daglega. „Á hverjum degi. Alltaf fyrir æfingar og stundum áður en ég fór að sofa.“ Langvarandi neysla verkjalyfjanna hafði mikil áhrif á hana. „Til langs tíma þá gerðu þau mjög slæmt og ég fékk til dæmis magasár um fjórtán fimmtán ára sem má tengja bara beint til verkjatöflunotkunar.“ Hún segir foreldra sína ekki hafa vitað af því hversu mikið hún tók af verkjalyfjum. Þrátt fyrir þráðláta verki hætti Þuríður ekki í fimleikum fyrr en hún slasaðist illa á báðum höndum. „Ég lendi í þessu slysi tvítug. Ég brýt á mér átta fingur af tíu og eftir það þá er ég farin að vera svolítið hrædd við stökkin og í fimleikum ef þú ert farinn að vera hræddur þá er mjög erfitt að stunda fimleika.“ Börn geta sjálf keypt lyf Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun má hver sem er kaupa lyf. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Börnin geta því sjálf farið í apótek og keypt sér lyf. Anna Bryndís Blöndal lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands segir mikla notkun bólgueyðandi lyfja geta haft slæm áhrif. Vísir/Stefán Anna Bryndís Blöndal, lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, segir sífellt fleiri fá magabólgu eða magasár. Hún telur að það megi að hluta rekja til þess að bólgueyðandi lyf fáist í lausasölu og fólk geti því tekið þau án þess að ræða við lækni. „Með íbúfenið þá getur það valdið magasári og magablæðingu. Til lengri tíma þá getur það haft áhrif á nýrun. Það hækkar blóðþrýsting. Þannig þessi lyf eru í rauninni fyrst og fremst til að nota í skamman tíma.“ Foreldrar hafa gefið börnum verkjalyf svo þau geti keppt Þá eru þjálfarar sem segja að stundum sé það að frumkvæði foreldranna að börnin taki verkjalyf til að geta keppt. „Ég hef alveg séð foreldri koma með verkjalyf fyrir barn á grunnskólaaldri til að taka svo það klári leikinn,“ segir Díana Guðjónsdóttir þjálfari. Díana Guðjónsdóttir hefur áratuga reynslu af því að þjálfa handbolta. Rætt var við hana í þáttunum Hliðarlínan.Vísir/Einar Það var ekki fyrr en Þuríður hætti í fimleikum og eftir að hún fór til kírópraktors að henni fór loks að líða betur í bakinu. Hún ákvað að læra sjálf að verða kírópraktor og í dag vinnur hún við að hjálpa börnum sem eru í sömu stöðu og hún var. Hún segir sjálfsagt að börn taki verkjalyf þegar þau séu með mikla verki. Það sé hins vegar ekki lausn til langs tíma. „Mér finnst það allt í lagi að taka verkjalyf þegar þess þarf en það á bara að vera einstöku sinnum. Alls ekki í hverri viku.“ Hægt er að sjá brot úr Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+.
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00