„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 08:00 Þuríður Guðmundsdóttir, sem oftast er kölluð Rúrý, stundaði fimleika um árabil en stóran hluta af þeim tíma var hún að glíma við þráðláta bakverki. Vísir/Einar Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. Þeir sem stundað hafa afreksíþróttir á unga aldri hafa sumir reynslu af því að meiðast og finna fyrir verkjum. Ein þeirra er Þuríður Guðmundsdóttir sem æfði fimleika um árabil. Hún byrjaði að æfa fimleika á leikskólaaldri og æfði áhaldafimleika. Um níu ára aldur fór hún að finna fyrir verkjum í baki en hún æfði þá sex sinnum í viku tvo tíma í senn. Verkirnir fóru versnandi og fóru foreldrar hennar með hana til læknis og í sjúkraþjálfun. „Sjúkraþjálfunin hún skilaði einhverjum árangri en ég varð aldrei betri. Ég var alltaf slæm.“ Rætt var við Þuríði í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sagði hún verkina hafa verið svo slæma að á tímabili hafi hún hafi tekið töluvert af verkjalyfjum líkt og íbúfen og paratabs. „Ég þurfti að byrja að taka verkjatöflur og þær hjálpuðu mér. Síðan seinnipart grunnskóla þá var þetta bara svona hækjan mín. Þá var ég farin að nota verkjatöflurnar mjög mikið til þess að lina sársaukann.“ Hægt er að sjá brot úr þriðja þætti af Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Klippa: Meiðsli barna og verkjalyfjanotkun Um tíma hafi hún verið farin að taka verkjalyf daglega. „Á hverjum degi. Alltaf fyrir æfingar og stundum áður en ég fór að sofa.“ Langvarandi neysla verkjalyfjanna hafði mikil áhrif á hana. „Til langs tíma þá gerðu þau mjög slæmt og ég fékk til dæmis magasár um fjórtán fimmtán ára sem má tengja bara beint til verkjatöflunotkunar.“ Hún segir foreldra sína ekki hafa vitað af því hversu mikið hún tók af verkjalyfjum. Þrátt fyrir þráðláta verki hætti Þuríður ekki í fimleikum fyrr en hún slasaðist illa á báðum höndum. „Ég lendi í þessu slysi tvítug. Ég brýt á mér átta fingur af tíu og eftir það þá er ég farin að vera svolítið hrædd við stökkin og í fimleikum ef þú ert farinn að vera hræddur þá er mjög erfitt að stunda fimleika.“ Börn geta sjálf keypt lyf Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun má hver sem er kaupa lyf. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Börnin geta því sjálf farið í apótek og keypt sér lyf. Anna Bryndís Blöndal lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands segir mikla notkun bólgueyðandi lyfja geta haft slæm áhrif. Vísir/Stefán Anna Bryndís Blöndal, lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, segir sífellt fleiri fá magabólgu eða magasár. Hún telur að það megi að hluta rekja til þess að bólgueyðandi lyf fáist í lausasölu og fólk geti því tekið þau án þess að ræða við lækni. „Með íbúfenið þá getur það valdið magasári og magablæðingu. Til lengri tíma þá getur það haft áhrif á nýrun. Það hækkar blóðþrýsting. Þannig þessi lyf eru í rauninni fyrst og fremst til að nota í skamman tíma.“ Foreldrar hafa gefið börnum verkjalyf svo þau geti keppt Þá eru þjálfarar sem segja að stundum sé það að frumkvæði foreldranna að börnin taki verkjalyf til að geta keppt. „Ég hef alveg séð foreldri koma með verkjalyf fyrir barn á grunnskólaaldri til að taka svo það klári leikinn,“ segir Díana Guðjónsdóttir þjálfari. Díana Guðjónsdóttir hefur áratuga reynslu af því að þjálfa handbolta. Rætt var við hana í þáttunum Hliðarlínan.Vísir/Einar Það var ekki fyrr en Þuríður hætti í fimleikum og eftir að hún fór til kírópraktors að henni fór loks að líða betur í bakinu. Hún ákvað að læra sjálf að verða kírópraktor og í dag vinnur hún við að hjálpa börnum sem eru í sömu stöðu og hún var. Hún segir sjálfsagt að börn taki verkjalyf þegar þau séu með mikla verki. Það sé hins vegar ekki lausn til langs tíma. „Mér finnst það allt í lagi að taka verkjalyf þegar þess þarf en það á bara að vera einstöku sinnum. Alls ekki í hverri viku.“ Hægt er að sjá brot úr Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Þeir sem stundað hafa afreksíþróttir á unga aldri hafa sumir reynslu af því að meiðast og finna fyrir verkjum. Ein þeirra er Þuríður Guðmundsdóttir sem æfði fimleika um árabil. Hún byrjaði að æfa fimleika á leikskólaaldri og æfði áhaldafimleika. Um níu ára aldur fór hún að finna fyrir verkjum í baki en hún æfði þá sex sinnum í viku tvo tíma í senn. Verkirnir fóru versnandi og fóru foreldrar hennar með hana til læknis og í sjúkraþjálfun. „Sjúkraþjálfunin hún skilaði einhverjum árangri en ég varð aldrei betri. Ég var alltaf slæm.“ Rætt var við Þuríði í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sagði hún verkina hafa verið svo slæma að á tímabili hafi hún hafi tekið töluvert af verkjalyfjum líkt og íbúfen og paratabs. „Ég þurfti að byrja að taka verkjatöflur og þær hjálpuðu mér. Síðan seinnipart grunnskóla þá var þetta bara svona hækjan mín. Þá var ég farin að nota verkjatöflurnar mjög mikið til þess að lina sársaukann.“ Hægt er að sjá brot úr þriðja þætti af Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Klippa: Meiðsli barna og verkjalyfjanotkun Um tíma hafi hún verið farin að taka verkjalyf daglega. „Á hverjum degi. Alltaf fyrir æfingar og stundum áður en ég fór að sofa.“ Langvarandi neysla verkjalyfjanna hafði mikil áhrif á hana. „Til langs tíma þá gerðu þau mjög slæmt og ég fékk til dæmis magasár um fjórtán fimmtán ára sem má tengja bara beint til verkjatöflunotkunar.“ Hún segir foreldra sína ekki hafa vitað af því hversu mikið hún tók af verkjalyfjum. Þrátt fyrir þráðláta verki hætti Þuríður ekki í fimleikum fyrr en hún slasaðist illa á báðum höndum. „Ég lendi í þessu slysi tvítug. Ég brýt á mér átta fingur af tíu og eftir það þá er ég farin að vera svolítið hrædd við stökkin og í fimleikum ef þú ert farinn að vera hræddur þá er mjög erfitt að stunda fimleika.“ Börn geta sjálf keypt lyf Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun má hver sem er kaupa lyf. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Börnin geta því sjálf farið í apótek og keypt sér lyf. Anna Bryndís Blöndal lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands segir mikla notkun bólgueyðandi lyfja geta haft slæm áhrif. Vísir/Stefán Anna Bryndís Blöndal, lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, segir sífellt fleiri fá magabólgu eða magasár. Hún telur að það megi að hluta rekja til þess að bólgueyðandi lyf fáist í lausasölu og fólk geti því tekið þau án þess að ræða við lækni. „Með íbúfenið þá getur það valdið magasári og magablæðingu. Til lengri tíma þá getur það haft áhrif á nýrun. Það hækkar blóðþrýsting. Þannig þessi lyf eru í rauninni fyrst og fremst til að nota í skamman tíma.“ Foreldrar hafa gefið börnum verkjalyf svo þau geti keppt Þá eru þjálfarar sem segja að stundum sé það að frumkvæði foreldranna að börnin taki verkjalyf til að geta keppt. „Ég hef alveg séð foreldri koma með verkjalyf fyrir barn á grunnskólaaldri til að taka svo það klári leikinn,“ segir Díana Guðjónsdóttir þjálfari. Díana Guðjónsdóttir hefur áratuga reynslu af því að þjálfa handbolta. Rætt var við hana í þáttunum Hliðarlínan.Vísir/Einar Það var ekki fyrr en Þuríður hætti í fimleikum og eftir að hún fór til kírópraktors að henni fór loks að líða betur í bakinu. Hún ákvað að læra sjálf að verða kírópraktor og í dag vinnur hún við að hjálpa börnum sem eru í sömu stöðu og hún var. Hún segir sjálfsagt að börn taki verkjalyf þegar þau séu með mikla verki. Það sé hins vegar ekki lausn til langs tíma. „Mér finnst það allt í lagi að taka verkjalyf þegar þess þarf en það á bara að vera einstöku sinnum. Alls ekki í hverri viku.“ Hægt er að sjá brot úr Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+.
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00