Hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu á Seltjarnarnesi Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir skrifar 16. október 2023 14:31 Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun