Hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu á Seltjarnarnesi Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir skrifar 16. október 2023 14:31 Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar