Erlent

Vaktin: Netanja­hú segir Ísrael berjast við Nas­ista og myrkra­öfl

Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa
Palestínskur drengur sem særðist í loftárásum Ísraelsmanna fær aðhlynningu á Nasser-sjúkrahúsinu í Khan Younis.
Palestínskur drengur sem særðist í loftárásum Ísraelsmanna fær aðhlynningu á Nasser-sjúkrahúsinu í Khan Younis. AP/Fatima Shbair

Þúsundir íbúa Gasa bíða nú við landamærin að Egyptalandi en miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að til stæði að opna fyrir umferð nú í morgunsárið. 

Greint var frá samkomulagi Ísraela, Egypta og Bandaríkjamanna um tímabundið vopnahlé í suðurhluta Gasa og að hleypa ætti neyðarbirgðum inn á Gasa og erlendum ríkisborgurum út af svæðinu.

Ísraelsmenn virðast hins vegar hafa borið fregnirnar til baka og þá segja Hamas-samtökin ekkert til í þeim.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála fram eftir degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×