Árið er 2023 Linda Björk Oddsdóttir og Berglind Brynjólfsdóttir skrifa 15. október 2023 06:31 Þann 11. október sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni “Árið er 2025”. Þar fjallar greinarhöfundur, Þorgrímur Þráinsson, um það hvernig hann sér fyrir sér að líf og líðan barna og unglinga gæti orðið verði ekki gripið til aðgerða. Grein þessari var svo fylgt eftir með viðtali við greinarhöfund í Bítinu á Bylgjunni daginn eftir þar sem m.a. kom fram að hann telji neyðarástand vera í landinu sem kalli á aðgerðir, foreldrar séu að bregðast og að kennarar og skóli geti ekki meira. Undirritaðar fagna umræðunni og geta tekið undir sumt af því sem fram kom m.a. mikilvægi þess að koma böndum á skjátíma barna og unglinga og kenna þeim að umgangast tækin og miðlana öllum til heilla. Við tökum líka undir það með Þorgrími að miklar og oft óraunhæfar kröfur séu gerðar til kennara í dag. Hins vegar eru nokkur atriði sem komu fram í greininni og viðtalinu sem vert er að staldra aðeins við og viljum við gera tvö þeirra að umfjöllunarefni hér. Reynsla okkar í vinnu með börnum og unglingum er víðtæk og mikil. Fyrir utan að sinna meðferðarvinnu á stofu höfum við sinnt skólaþjónustu víðs vegar um landið og talað við fjölda barna og unglinga, foreldra, kennara, skólastjórnenda og annað starfsfólk skóla. Við teljum okkur því bæði geta talað út frá reynslu auk þess að vera báðar þriggja barna mæður og líkt og Þorgrímur, orðnar nógu gamlar til að segja hlutina eins og þeir blasa við okkur. Í hverju felst vanlíðan barna og unglinga? Fyrra atriðið sem við hnutum sérstaklega um er líðan unglinga í dag. Í viðtalinu vísar Þorgrímur í glæru úr fyrirlestrum sínum, með þeim upplýsingum að 43% nemenda í unglingadeildum segist ekki líða vel. Ekki kemur fram hvaðan sú tala er fengin en við gerum ráð fyrir að hann vísi þar í kannanir Skólapúlsins. En hvað þýðir það að líða ekki vel? Við sem hittum börn og unglinga alla daga í okkar vinnu, fáum á okkar borð allt frá vægum vanda yfir í alvarlega vanlíðan. Öll myndu þó blessuð börnin taka undir að þeim liði ekki vel. Það að setja alla vanlíðan undir einn hatt er mikil einföldun. Rannsóknir síðustu ára benda vissulega til að kvíði og depurð fari vaxandi meðal unglingsstúlkna á meðan líðan unglingsdrengja virðist standa meira í stað. Nokkrar tilgátur hafa þegar komið fram um ástæðu þess sem verið er að rannsaka nánar. Í starfi okkar hittum við fjölda barna og unglinga sem glíma við kvíða og þunglyndi. Sum þeirra hafa upplifað áföll, hafa orðið fyrir einelti, búa við erfiðar aðstæður eins og t.d. við líkamleg eða andleg veikindi foreldra o.s.frv. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að sýna samkennd og viðurkenna erfiða lífsreynslu og áhrif hennar. Við hittum að sjálfsögðu líka börn og unglinga sem eins og greinarhöfundur lýsir eru of mikið í snjalltækjum og upplifa vanlíðan af vanvirkni, svefnleysi og skorti á tengslum við annað fólk. Þar fellst svarið líkt og Þorgrímur bendir á m.a. í að auka virkni og koma böndum á skjátíma með virkri aðkomu foreldra. Grunnur í allri okkar vinnu er að komast að því af hverju vanlíðan stafar áður en farið er af stað við að finna lausnir. Það að gera lítið úr vanlíðan unglinga sem oft hafa gengið í gegnum margt er ekki bara einföldun heldur getur bókstaflega verið skaðlegt. Í því samhengi er vert að nefna þá staðhæfingu Þorgríms að foreldrar vilji leysa vanda barna sinna með pillum við hinu og þessu. Í fyrsta lagi geta lyf verið gagnleg og í sumum tilfellum lífsnauðsynleg. Í öðru lagi er það nú svo í okkar samfélagi að aðgengilegasta þjónustan (sem er þó oft margra vikna bið í) er heilsugæsla og heimilislæknar og oft eru lyf þeirra eina eða aðgengilegasta lausnin. Því er ekki um áhugalausa foreldra að ræða sem leita sér að einföldum lausnum, heldur oft eini kosturinn í stöðunni þar sem t.d. biðlistar í sálfræðiþjónustu heilsugæslu eru langir og sálfræðiþjónusta sjálfstætt starfandi barna- og unglingasálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd líkt og önnur heilbrigðisþjónusta. Hvar liggur vandinn? Og þá að næsta atriði sem er okkur hugleikið. Á viðtalinu mátti skilja sem svo að það væri á allra vitorði að foreldrar í dag væru almennt áhugalausir um uppeldi barna sinna, væru að bregðast skyldum sínum og nenntu ekki lengur að vera foreldrar, en að enginn þyrði að segja það. Foreldrar eru jafn misjafnir og þeir eru margir, þannig hefur það ávallt verið og mun verða. Frá störfum okkar þekkjum við vel þessa breidd; sumir foreldrar eru að gera sitt besta en samt er vandi, við hittum foreldra sem eiga einhverra hluta vegna erfitt með að setja börnum sínum mörk, einhverjum tekst illa að átta sig á í hverju uppeldi er fólgið eða heldur að það sé að gera vel með nálgun sinni í uppeldi. Við höfum einnig hitt foreldra sem ætlast til alls konar hluta, eiga sjálfir erfitt með að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna og benda á aðra í þeim efnum. En reynsla okkar er sú að þessi hópur er minnihluti foreldra. Stærstur hluti foreldra í dag er að reyna að gera sitt allra besta til að fóta sig og finna jafnvægi í nútímasamfélagi. Í samfélagi þar sem tækniþróun er mjög hröð, upplýsingaflæði er stöðugt og oft misvísandi. Hversu mikið er nóg og hvaða leiðir er best að fara þannig að úr verði sjálfbær einstaklingur? Þar sem mikilvægt er að þjálfa upp seiglu og sjálfstæði en samt gæta þess að ýta ekki of mikið því það er mikilvægt að gæta að líðan og gera ekki óraunhæfar kröfur. Að kenna börnum og ungmennum að spreyta sig sjálf undir hæfilegri leiðsögn – hvað þýðir það og hvað felur það í sér? Getur verið að foreldrum vanti e.t.v. líka leiðsögn í sífellt meira krefjandi umhverfi? Sú staðhæfing sem Þorgrímur hefur eftir kennara að „foreldrar nenni ekki lengur að vera foreldrar“ er ekki í samræmi við rannsóknir síðustu ára og reynslu okkar sem sýna að börn og unglingar verja almennt meiri tíma með foreldrum sínum en áður, finnst auðveldara að eiga samtöl við foreldra um allskonar auk þess sem dregið hefur úr áfengisneyslu, reykingum og áhættuhegðun unglinga t.a.m. Við getum líklega öll verið sammála um að margt sé hægt að bæta á öllum vígstöðvum en það er vafasamt að setja alla undir einn hatt og fullyrða að langflestir foreldrar viti að þeir séu ekki að standa sig nógu vel. Ef tilgangur greinarinnar er að vekja foreldra til vitundarvakningar þá er því miður ólíklegt að sá hópur foreldra sem ætti að taka skrifin til sín, geri það. Það er nefnilega reynsla okkar að þegar talað er við hóp þá taka þeir síst til sín sem ættu, en þeir sem eru að vanda sig og leitast eftir að gera betur taka skilaboðin til sín af öllum mætti, jafnvel svo miklum mætti að um þverbak keyrir. En hver er þá sökudólgurinn ef það eru ekki foreldrar og ekki kennarar? Er það svarið að finna sökudólg til að benda á í stað þess að horfa á þetta sem samfélagslegt verkefni sem við viljum öll leggjast á eitt að bæta? Þegar miklar breytingar eiga sér stað tekur tíma að finna jafnvægi og átta sig á því hversu mikið er of mikið og hvað er óhollt. Þetta vitum við yfirleitt ekki fyrr en eftir á og tíminn og reynslan sýnir okkur hvað skal varast, hvað er gagnlegt og hvernig við finnum jafnvægi. Sagan sýnir okkur að breytingar hræða yfirleitt þau sem eru eldri, hvort sem það er rokktónlist, dans eða sítt hár á meðan unga fólkið upplifir að þau eldri skilji sig ekki og geti ekki sett sig í þeirra spor. Hvernig væri að gera ráð fyrir að öll séu að gera sitt besta; foreldrar, kennarar og aðrir sem sinna börnum og unglingum. Sitt besta miðað við eigin færni, aðstæður, kröfur í dag og allskonar ólíkan vanda barna, unglinga og fjölskyldna. Oft er þetta besta alls ekki nóg en í stað þess að einblína á þann minnihlutahóp foreldra sem gengst ekki við ábyrgð sinni í uppeldinu ættum við að taka höndum saman og utan um unga fólkið okkar, framtíðina og vera fyrirmynd að uppbyggilegum samskiptum og sameiginlegum lausnum. Höfundar eru sálfræðingar á Sálstofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 11. október sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni “Árið er 2025”. Þar fjallar greinarhöfundur, Þorgrímur Þráinsson, um það hvernig hann sér fyrir sér að líf og líðan barna og unglinga gæti orðið verði ekki gripið til aðgerða. Grein þessari var svo fylgt eftir með viðtali við greinarhöfund í Bítinu á Bylgjunni daginn eftir þar sem m.a. kom fram að hann telji neyðarástand vera í landinu sem kalli á aðgerðir, foreldrar séu að bregðast og að kennarar og skóli geti ekki meira. Undirritaðar fagna umræðunni og geta tekið undir sumt af því sem fram kom m.a. mikilvægi þess að koma böndum á skjátíma barna og unglinga og kenna þeim að umgangast tækin og miðlana öllum til heilla. Við tökum líka undir það með Þorgrími að miklar og oft óraunhæfar kröfur séu gerðar til kennara í dag. Hins vegar eru nokkur atriði sem komu fram í greininni og viðtalinu sem vert er að staldra aðeins við og viljum við gera tvö þeirra að umfjöllunarefni hér. Reynsla okkar í vinnu með börnum og unglingum er víðtæk og mikil. Fyrir utan að sinna meðferðarvinnu á stofu höfum við sinnt skólaþjónustu víðs vegar um landið og talað við fjölda barna og unglinga, foreldra, kennara, skólastjórnenda og annað starfsfólk skóla. Við teljum okkur því bæði geta talað út frá reynslu auk þess að vera báðar þriggja barna mæður og líkt og Þorgrímur, orðnar nógu gamlar til að segja hlutina eins og þeir blasa við okkur. Í hverju felst vanlíðan barna og unglinga? Fyrra atriðið sem við hnutum sérstaklega um er líðan unglinga í dag. Í viðtalinu vísar Þorgrímur í glæru úr fyrirlestrum sínum, með þeim upplýsingum að 43% nemenda í unglingadeildum segist ekki líða vel. Ekki kemur fram hvaðan sú tala er fengin en við gerum ráð fyrir að hann vísi þar í kannanir Skólapúlsins. En hvað þýðir það að líða ekki vel? Við sem hittum börn og unglinga alla daga í okkar vinnu, fáum á okkar borð allt frá vægum vanda yfir í alvarlega vanlíðan. Öll myndu þó blessuð börnin taka undir að þeim liði ekki vel. Það að setja alla vanlíðan undir einn hatt er mikil einföldun. Rannsóknir síðustu ára benda vissulega til að kvíði og depurð fari vaxandi meðal unglingsstúlkna á meðan líðan unglingsdrengja virðist standa meira í stað. Nokkrar tilgátur hafa þegar komið fram um ástæðu þess sem verið er að rannsaka nánar. Í starfi okkar hittum við fjölda barna og unglinga sem glíma við kvíða og þunglyndi. Sum þeirra hafa upplifað áföll, hafa orðið fyrir einelti, búa við erfiðar aðstæður eins og t.d. við líkamleg eða andleg veikindi foreldra o.s.frv. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að sýna samkennd og viðurkenna erfiða lífsreynslu og áhrif hennar. Við hittum að sjálfsögðu líka börn og unglinga sem eins og greinarhöfundur lýsir eru of mikið í snjalltækjum og upplifa vanlíðan af vanvirkni, svefnleysi og skorti á tengslum við annað fólk. Þar fellst svarið líkt og Þorgrímur bendir á m.a. í að auka virkni og koma böndum á skjátíma með virkri aðkomu foreldra. Grunnur í allri okkar vinnu er að komast að því af hverju vanlíðan stafar áður en farið er af stað við að finna lausnir. Það að gera lítið úr vanlíðan unglinga sem oft hafa gengið í gegnum margt er ekki bara einföldun heldur getur bókstaflega verið skaðlegt. Í því samhengi er vert að nefna þá staðhæfingu Þorgríms að foreldrar vilji leysa vanda barna sinna með pillum við hinu og þessu. Í fyrsta lagi geta lyf verið gagnleg og í sumum tilfellum lífsnauðsynleg. Í öðru lagi er það nú svo í okkar samfélagi að aðgengilegasta þjónustan (sem er þó oft margra vikna bið í) er heilsugæsla og heimilislæknar og oft eru lyf þeirra eina eða aðgengilegasta lausnin. Því er ekki um áhugalausa foreldra að ræða sem leita sér að einföldum lausnum, heldur oft eini kosturinn í stöðunni þar sem t.d. biðlistar í sálfræðiþjónustu heilsugæslu eru langir og sálfræðiþjónusta sjálfstætt starfandi barna- og unglingasálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd líkt og önnur heilbrigðisþjónusta. Hvar liggur vandinn? Og þá að næsta atriði sem er okkur hugleikið. Á viðtalinu mátti skilja sem svo að það væri á allra vitorði að foreldrar í dag væru almennt áhugalausir um uppeldi barna sinna, væru að bregðast skyldum sínum og nenntu ekki lengur að vera foreldrar, en að enginn þyrði að segja það. Foreldrar eru jafn misjafnir og þeir eru margir, þannig hefur það ávallt verið og mun verða. Frá störfum okkar þekkjum við vel þessa breidd; sumir foreldrar eru að gera sitt besta en samt er vandi, við hittum foreldra sem eiga einhverra hluta vegna erfitt með að setja börnum sínum mörk, einhverjum tekst illa að átta sig á í hverju uppeldi er fólgið eða heldur að það sé að gera vel með nálgun sinni í uppeldi. Við höfum einnig hitt foreldra sem ætlast til alls konar hluta, eiga sjálfir erfitt með að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna og benda á aðra í þeim efnum. En reynsla okkar er sú að þessi hópur er minnihluti foreldra. Stærstur hluti foreldra í dag er að reyna að gera sitt allra besta til að fóta sig og finna jafnvægi í nútímasamfélagi. Í samfélagi þar sem tækniþróun er mjög hröð, upplýsingaflæði er stöðugt og oft misvísandi. Hversu mikið er nóg og hvaða leiðir er best að fara þannig að úr verði sjálfbær einstaklingur? Þar sem mikilvægt er að þjálfa upp seiglu og sjálfstæði en samt gæta þess að ýta ekki of mikið því það er mikilvægt að gæta að líðan og gera ekki óraunhæfar kröfur. Að kenna börnum og ungmennum að spreyta sig sjálf undir hæfilegri leiðsögn – hvað þýðir það og hvað felur það í sér? Getur verið að foreldrum vanti e.t.v. líka leiðsögn í sífellt meira krefjandi umhverfi? Sú staðhæfing sem Þorgrímur hefur eftir kennara að „foreldrar nenni ekki lengur að vera foreldrar“ er ekki í samræmi við rannsóknir síðustu ára og reynslu okkar sem sýna að börn og unglingar verja almennt meiri tíma með foreldrum sínum en áður, finnst auðveldara að eiga samtöl við foreldra um allskonar auk þess sem dregið hefur úr áfengisneyslu, reykingum og áhættuhegðun unglinga t.a.m. Við getum líklega öll verið sammála um að margt sé hægt að bæta á öllum vígstöðvum en það er vafasamt að setja alla undir einn hatt og fullyrða að langflestir foreldrar viti að þeir séu ekki að standa sig nógu vel. Ef tilgangur greinarinnar er að vekja foreldra til vitundarvakningar þá er því miður ólíklegt að sá hópur foreldra sem ætti að taka skrifin til sín, geri það. Það er nefnilega reynsla okkar að þegar talað er við hóp þá taka þeir síst til sín sem ættu, en þeir sem eru að vanda sig og leitast eftir að gera betur taka skilaboðin til sín af öllum mætti, jafnvel svo miklum mætti að um þverbak keyrir. En hver er þá sökudólgurinn ef það eru ekki foreldrar og ekki kennarar? Er það svarið að finna sökudólg til að benda á í stað þess að horfa á þetta sem samfélagslegt verkefni sem við viljum öll leggjast á eitt að bæta? Þegar miklar breytingar eiga sér stað tekur tíma að finna jafnvægi og átta sig á því hversu mikið er of mikið og hvað er óhollt. Þetta vitum við yfirleitt ekki fyrr en eftir á og tíminn og reynslan sýnir okkur hvað skal varast, hvað er gagnlegt og hvernig við finnum jafnvægi. Sagan sýnir okkur að breytingar hræða yfirleitt þau sem eru eldri, hvort sem það er rokktónlist, dans eða sítt hár á meðan unga fólkið upplifir að þau eldri skilji sig ekki og geti ekki sett sig í þeirra spor. Hvernig væri að gera ráð fyrir að öll séu að gera sitt besta; foreldrar, kennarar og aðrir sem sinna börnum og unglingum. Sitt besta miðað við eigin færni, aðstæður, kröfur í dag og allskonar ólíkan vanda barna, unglinga og fjölskyldna. Oft er þetta besta alls ekki nóg en í stað þess að einblína á þann minnihlutahóp foreldra sem gengst ekki við ábyrgð sinni í uppeldinu ættum við að taka höndum saman og utan um unga fólkið okkar, framtíðina og vera fyrirmynd að uppbyggilegum samskiptum og sameiginlegum lausnum. Höfundar eru sálfræðingar á Sálstofunni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun