Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2023 20:45 Palestínskir sjúkraliðar hjálpa manni sem særðist í loftárásum Ísraela á Shifa-spítala á Gasaströndinni. Læknar án landamæra kalla eftir því að spítalir fái að vera örugg svæði utan átakanna. AP/Ali Mahmoud Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. Samtökin greindu frá þessu á X (áður Twitter) fyrir um klukkustund síðan. Þar segir að læknar samtakanna séu enn að sinna sjúklingum og séu að reyna að verja bæði starfsfólk sitt og sjúklinga. BREAKING: Israel has given Al Awda Hospital just two hours to evacuate. Our staff are still treating patients.We unequivocally condemn this action, the continued indiscriminate bloodshed and attacks on health care in Gaza.We are trying to protect our staff and patients.— MSF International (@MSF) October 13, 2023 „Við fordæmum þessar aðgerðir, áframhaldandi blóðsúthellingar og árásir á innviði heilbrigðiskerfisins í Gasa, umbúðalaust,“ segir í færslunni. Fordæma kröfur Ísraelsmanna „Sólarhringsfresturinn sem Ísrael hefur gefið fólkinu í norðurhluta Gasa til að yfirgefa land sitt, heimili og sjúkrahús er svívirðilegur,“ sagði Meinie Nicolai, forstjóri Lækna án landamæra, í yfirlýsingu. „Við höfum endurtekið séð afmennskandi mál notað og þetta ofbeldi er birtingarmynd þess. Við erum að tala um meira en milljón manneskjur,“ sagði hann einnig og að „fordæmalaust“ væri ekki nógu stórt orð til að lýsa því sem væri að gerast. „Verið er að fletja út Gasaströndina, þúsundir eru að deyja, þessu verður að ljúka núna. Við fordæmum kröfur Ísrael algjörlega.“ Óska eftir því að spítalar fái að vera í friði Læknar án landamæra hafa einnig staðfest að alþjóðleg teymi samtakanna, sem samanstanda hvert af um tuttugu starfsmönnum, á norðurhluta Gasastrandarinnar hafa flutt sig yfir á suðurhlutann. Þá segjast samtökin ekki geta sannreynt ástand allra 300 palestínskra kollega sinna en einhverjir þeirra séu að reyna að koma sér suður með fjölskyldum sínum og að samtökin séu að reyna að hjálpa því fólki að finna húsaskjól. Aðrir hafa haldið kyrru fyrir í norðrinu til að sinna særðum einstaklingum og öðrum sjúklingum. Læknar án landamæra segja að kröfur Ísralesmanna um brottflutning rúmlega 1,1 milljónar íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar séu fáránlegar og muni gera hræðilegt ástandið enn verra. Þá óska samtökin eftir því að búin verði til afmörkuð svæði sem eru örugg frá átökunum, þar á meðal spítalar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Samtökin greindu frá þessu á X (áður Twitter) fyrir um klukkustund síðan. Þar segir að læknar samtakanna séu enn að sinna sjúklingum og séu að reyna að verja bæði starfsfólk sitt og sjúklinga. BREAKING: Israel has given Al Awda Hospital just two hours to evacuate. Our staff are still treating patients.We unequivocally condemn this action, the continued indiscriminate bloodshed and attacks on health care in Gaza.We are trying to protect our staff and patients.— MSF International (@MSF) October 13, 2023 „Við fordæmum þessar aðgerðir, áframhaldandi blóðsúthellingar og árásir á innviði heilbrigðiskerfisins í Gasa, umbúðalaust,“ segir í færslunni. Fordæma kröfur Ísraelsmanna „Sólarhringsfresturinn sem Ísrael hefur gefið fólkinu í norðurhluta Gasa til að yfirgefa land sitt, heimili og sjúkrahús er svívirðilegur,“ sagði Meinie Nicolai, forstjóri Lækna án landamæra, í yfirlýsingu. „Við höfum endurtekið séð afmennskandi mál notað og þetta ofbeldi er birtingarmynd þess. Við erum að tala um meira en milljón manneskjur,“ sagði hann einnig og að „fordæmalaust“ væri ekki nógu stórt orð til að lýsa því sem væri að gerast. „Verið er að fletja út Gasaströndina, þúsundir eru að deyja, þessu verður að ljúka núna. Við fordæmum kröfur Ísrael algjörlega.“ Óska eftir því að spítalar fái að vera í friði Læknar án landamæra hafa einnig staðfest að alþjóðleg teymi samtakanna, sem samanstanda hvert af um tuttugu starfsmönnum, á norðurhluta Gasastrandarinnar hafa flutt sig yfir á suðurhlutann. Þá segjast samtökin ekki geta sannreynt ástand allra 300 palestínskra kollega sinna en einhverjir þeirra séu að reyna að koma sér suður með fjölskyldum sínum og að samtökin séu að reyna að hjálpa því fólki að finna húsaskjól. Aðrir hafa haldið kyrru fyrir í norðrinu til að sinna særðum einstaklingum og öðrum sjúklingum. Læknar án landamæra segja að kröfur Ísralesmanna um brottflutning rúmlega 1,1 milljónar íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar séu fáránlegar og muni gera hræðilegt ástandið enn verra. Þá óska samtökin eftir því að búin verði til afmörkuð svæði sem eru örugg frá átökunum, þar á meðal spítalar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira