Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Ljóst er að margir bíða fundarins og fregna af honum með eftirvæntingu þar sem þar kemur í ljós hvernig ríkisstjórn Íslands verður skipuð.
Mikil óvissa hefur verið uppi um framtíðarstólaskipan við Jóhann landlausa, borðið sem ríkisráð fundar við, eftir að Bjarni Benediktsson sagði óvænt af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í vikunni.
Ekkert hefur verið gefið upp um það hvort Bjarni sitji áfram í ríkisstjórn og taki annan ráðherrastól eða fari alfarið úr henni. Þá liggur ekkert fyrir um það hvernig mögulegur ráðherrakapall yrði, en líklegast er talið að Bjarni taki við utanríkisráðuneytinu, ef einhverju.