Innrás virðist yfirvofandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 08:19 Stúlku bjargað úr rústum á Gaza. Um 250 þúsund manns dvelja nú í skýlum á vegum Sameinuðu þjóðanna en ástandið í borginni er sagt munu versna til muna á næstu dögum. AP/Fatima Shbair Ísraelski herinn hefur safnað herliði við landamörkin að Gaza, þar á meðal 300.000 varaliðum. Svo virðist sem innrás sé yfirvofandi ef marka má Jonathan Conricus, talsmann hersins. Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira