Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2023 08:05 Lík flutt úr húsarústum í Jebaliya-flóttamannabúðunum. AP/Ramez Mahmoud Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. Ali Barakeh, einn af leiðtogum samtakanna sem dvelur í útlegð í Beirút, sagði í samtali við Associated Press að það hefði komið Hamas-liðum á óvart hversu langt þeir náðu inn í Ísrael. Markmiðið hefði verið að sækja eitthvað fram og taka gísla en her Ísraelsmanna hefði reynst „pappírstígur“. Eldflaugabirgðir Hamas myndu endast lengi. Loftárásir Ísraels á Gaza eru sagðar hafa eyðilagt um það bil 790 íbúðabyggingar og valdið skemmdum á 5.330 til viðbótar. Skemmdir á innviðum hafa valdið því að um 400.000 eru án hreins vatns. Ísraelsmenn segjast hafa náð stjórn á landamörkunum að Gaza og að engar „innrásir“ hafi átt sér stað frá því í gær. Unnið er að því að koma fyrir jarðsprengjum þar sem farið var í gegnum öryggisgirðingar. Herinn gerði árás á yfir 200 skotmörk í nótt, í Rimal og Khan Yunis. Þá hefur verið greint frá því að hundruð hermanna sem voru við störf erlendis hafi verið sóttir til að taka þátt í átökunum heima við. Áætlað er að gíslar í haldi Hamas séu á bilinu 100 til 150 talsins. Þeirra á meðal er einhver fjöldi erlendra ríkisborgara. Ástralir segja að minnsta kosti þrjá ástralska ríkisborgara hafa verið tekna. Yfir 900 Ísraelsmenn hafa látist frá því að Hama lét til skarar skríða á laugardag og yfir 680 Palestínumenn eru taldir látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Ali Barakeh, einn af leiðtogum samtakanna sem dvelur í útlegð í Beirút, sagði í samtali við Associated Press að það hefði komið Hamas-liðum á óvart hversu langt þeir náðu inn í Ísrael. Markmiðið hefði verið að sækja eitthvað fram og taka gísla en her Ísraelsmanna hefði reynst „pappírstígur“. Eldflaugabirgðir Hamas myndu endast lengi. Loftárásir Ísraels á Gaza eru sagðar hafa eyðilagt um það bil 790 íbúðabyggingar og valdið skemmdum á 5.330 til viðbótar. Skemmdir á innviðum hafa valdið því að um 400.000 eru án hreins vatns. Ísraelsmenn segjast hafa náð stjórn á landamörkunum að Gaza og að engar „innrásir“ hafi átt sér stað frá því í gær. Unnið er að því að koma fyrir jarðsprengjum þar sem farið var í gegnum öryggisgirðingar. Herinn gerði árás á yfir 200 skotmörk í nótt, í Rimal og Khan Yunis. Þá hefur verið greint frá því að hundruð hermanna sem voru við störf erlendis hafi verið sóttir til að taka þátt í átökunum heima við. Áætlað er að gíslar í haldi Hamas séu á bilinu 100 til 150 talsins. Þeirra á meðal er einhver fjöldi erlendra ríkisborgara. Ástralir segja að minnsta kosti þrjá ástralska ríkisborgara hafa verið tekna. Yfir 900 Ísraelsmenn hafa látist frá því að Hama lét til skarar skríða á laugardag og yfir 680 Palestínumenn eru taldir látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira