Kom árás Hamas á óvart? Yousef Tamimi skrifar 10. október 2023 08:31 Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar