Vaktin: Sagði Biden að innrás væri óhjákvæmileg Hólmfríður Gísladóttir, Oddur Ævar Gunnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. október 2023 22:00 Lík fjarlægt úr rústum húss á Gasaströndinni í dag. AP/Ramez Mahmoud Umfangsmiklar árásir á báða bóga standa nú yfir á Gasaströndinni og í Ísrael. Hundruð eru fallin á báða bóga og þúsundir eru særðar. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað algjört umsátur um Gasa og er búið eða stendur til að skera á flæði nauðsynja eins og vatns og matvæla á svæðið . Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Hernaður Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira