Óþekka fólkið sem færði okkur þekkingu Jón Þór Ólafsson skrifar 8. október 2023 23:00 Sagan af eld-þjófinum Prómeþeif er samskonar saga og af öðrum ljósbera, snáknum (Lúsifer) í aldingarðinum Eden. Prómeþeifur óhlýðnaðist Ólympus guðunum (Seif þrumuguð og Co.) og gaf mönnunum eld sem gaf þeim þekkingu. Snákurinn fékk Evu sem fékk Adam til að óhlýðnast Jave (guð Ísreala, sem b.t.w. var líka þrumuguð) og borða aldin (var aldrei sagt epli) og öðlast þannig þekkingu. Vísindin hafa svo sýnt okkur grófa tímalínu af því hvernig við komum sem tegund niður úr trjánum (úr paradís aldin trjánna fyrir um 4-2 milljón ár síðan) og yfir þúsundir kynslóða fóru þeir áhættusæknari (líklega mest unglingarnir sem verða líffræðilega áhættusæknari og óhlýðnari) að sofa á jörðinni, sem er hættulegra vegna rándýra, en varð svo öruggara þegar við lærðum að nota eld (fyrir um 2-1 milljón árum). Og þau sem hættu sér nálægt eldinum voru aftur þau áhættusæknari, þ.e. "unga fólkið sem er hætt að hlýða foreldrum sínum" eins og reiður egypskur prestur komst að orði fyrir meira en 5000 árum. Svefn á jörðinni við varðeldinn gerði okkur svo kleift að lengja REM hluta svefntímans sem margfaldar þekkingu (en þetta "draumsvefn" tímabil lamar líkaman og því hættulegra uppi í tré þar sem fall er ekki fararheill). En við REM svefn tengir heilinn nýjar minningar við þær eldri sem er nákvæmlega aukin þekking. Meiri REM svefn => meiri gagnlegar tengingar upplýsinga => meiri þekking. Minni heildarsvefn bættum við svo upp með blundi, þegar rándýrin voru sofandi undir tré, í eftirmiðdags hitunum, sem rannsóknir sýna að auki svo bæði skamm- og langtímaminni. Það að yfirgefa paradís aldin trjánna og sofa við varðeldinn var grundvöllur fyrir þróun þekkingargetu okkar tegundar, sem kom á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrir um 300 þúsund árum sem, hin Vitiborni Maður (Homo Sapiens Sapiens). Með fyrirvara um að allar þessar tengingar þurfa ekki að þýða orsakatengsl. Höfundur er sálfræðinemi og fyrrverandi óþekktarormur á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan af eld-þjófinum Prómeþeif er samskonar saga og af öðrum ljósbera, snáknum (Lúsifer) í aldingarðinum Eden. Prómeþeifur óhlýðnaðist Ólympus guðunum (Seif þrumuguð og Co.) og gaf mönnunum eld sem gaf þeim þekkingu. Snákurinn fékk Evu sem fékk Adam til að óhlýðnast Jave (guð Ísreala, sem b.t.w. var líka þrumuguð) og borða aldin (var aldrei sagt epli) og öðlast þannig þekkingu. Vísindin hafa svo sýnt okkur grófa tímalínu af því hvernig við komum sem tegund niður úr trjánum (úr paradís aldin trjánna fyrir um 4-2 milljón ár síðan) og yfir þúsundir kynslóða fóru þeir áhættusæknari (líklega mest unglingarnir sem verða líffræðilega áhættusæknari og óhlýðnari) að sofa á jörðinni, sem er hættulegra vegna rándýra, en varð svo öruggara þegar við lærðum að nota eld (fyrir um 2-1 milljón árum). Og þau sem hættu sér nálægt eldinum voru aftur þau áhættusæknari, þ.e. "unga fólkið sem er hætt að hlýða foreldrum sínum" eins og reiður egypskur prestur komst að orði fyrir meira en 5000 árum. Svefn á jörðinni við varðeldinn gerði okkur svo kleift að lengja REM hluta svefntímans sem margfaldar þekkingu (en þetta "draumsvefn" tímabil lamar líkaman og því hættulegra uppi í tré þar sem fall er ekki fararheill). En við REM svefn tengir heilinn nýjar minningar við þær eldri sem er nákvæmlega aukin þekking. Meiri REM svefn => meiri gagnlegar tengingar upplýsinga => meiri þekking. Minni heildarsvefn bættum við svo upp með blundi, þegar rándýrin voru sofandi undir tré, í eftirmiðdags hitunum, sem rannsóknir sýna að auki svo bæði skamm- og langtímaminni. Það að yfirgefa paradís aldin trjánna og sofa við varðeldinn var grundvöllur fyrir þróun þekkingargetu okkar tegundar, sem kom á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrir um 300 þúsund árum sem, hin Vitiborni Maður (Homo Sapiens Sapiens). Með fyrirvara um að allar þessar tengingar þurfa ekki að þýða orsakatengsl. Höfundur er sálfræðinemi og fyrrverandi óþekktarormur á Alþingi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar