Þurfti að læra allt upp á nýtt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. október 2023 00:06 Svava hlaut mænuskaða fyrir tveimur árum þegar króna úr pálmatré féll á borð hennar og vinkvenna á veitingastað á Tenerife. Hún heimsótti slysstaðinn aftur í ár sem hún segir að hafi verið nauðsynlegt. aðsend Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás. Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210. Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210.
Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira