Hvað telst vera eðlileg leið heim úr vinnu? Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2023 11:30 Starfsmaðurinn hljóp þennan göngustíg við Sæbraut heim úr vinnu. Hann var með samgöngustyrk við Reykjavíkurborg en í honum fólst að hann fékk þóknun fyrir að nýta ekki einkabílinn til og frá vinnu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur ákvað í fyrradag að skokkari sem lenti í slysi á leið heim úr vinnu eigi rétt á bótum eins og um vinnuslys hafi verið að ræða þar sem leiðin milli vinnustaðar og heimilis taldist eðlileg, þrátt fyrir að ekki hafi verið um stystu leið að ræða. En hvað telst eðlileg leið? Í fimm ár hefur verið deilt um það hvort slys sem starfsmaður Reykjavíkurborgar, lenti í þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni, ætti að vera flokkað sem vinnuslys eða slys í frítíma. „Almenna reglan er sú að fólk á leið til vinnu og frá vinnu að heimili, það er tryggt eins og um vinnuslys sé að ræða,“ sagði Agnar Þór Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður á Fulltingi. Eðlileg leið? Þetta er þó ekki svo einfalt. Þegar deilt er um hvort slys, sem verður þegar fólk er á leið til og frá vinnu, sé vinnuslys snýr ágreiningurinn gjarnan að því hvort viðkomandi hafi farið eðlilega leið milli vinnustaðar og heimilis. Fimm ára baráttu starfsmannsins lauk í gær þegar Hæstiréttur sagði leiðina eðlilega og fær maðurinn því greiddar bætur eins og um vinnuslys sé að ræða. Í fréttinni hér að neðan má lesa nánar um atvikalýsingu málsins. Maðurinn starfaði í Laugardal og hljóp heim á Hagamel eftir vinnu. Hann hljóp ekki stystu mögulegu leið heldur fór eftir Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Reykjavíkurborg sagði manninn vera að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma sínum eftir vinnu en Hæstiréttur var ósammála, að minnsta kosti meirihlutinn en tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Þarf ekki að vera stysta leið og ekki bein leið Agnar Þór segir mjög matskennt hvað teljist eðlileg leið. „Það þarf ekki að vera stysta leið og það þarf ekki að vera bein leið. Það kemur skýrt fram í þessum dómi að einstaklingar verði að hafa svigrúm til að velja sér leið í vinnu. Það skipti máli hvort þú ferð á bíl, hjólar, labbar eða hleypur. Það sé hins vegra ekki takmarkalaust. Það kemur skýrt fram í dómnum.“ Agnar Þór Guðmundsson er lögmaður skokkarans. Hann er hæstaréttarlögmaður á Fulltingi.skjáskot/vísir Fékk bætur þrátt fyrir að hafa tekið bensín Þá spyr maður sig hvort fólk þurfi að fara beint heim til sín eftir vinnu til að mögulegt slys á heimleið teljist sem vinnuslys, eða hvort stoppa megi á leiðinni? Jafnvel útrétta, fara í búð, eða taka bensín? Héraðsdómur komst að því fyrir sjö árum að um vinnuslys hafi verið að ræða þegar kona fór aðeins úr leið til að taka bensín á leið heim úr vinnu. Rjúfa mátti för í stuttan tíma enda það að taka bensín órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða,“ sagði í dómnum. Skiptir máli hvort um sé að ræða fastan lið En telst það eðlileg leið ef starfsmaður gerir rof á leið heim úr vinnu til að gera eitthvað sem tengist akstrinum ekki beint, eins og að sækja barn á leikskóla? „Það hefur verið tekist á um það fyrir dómi. Ef það er fastur liður á leið heim þá hefur þetta verið flokkað sem vinnuslys,“ segir Agnar Þór. En hvað með þá sem þurfa að fara vel úr leið. Vinna jafnvel í Laugardal, búa í Vesturbæ Reykjavíkur en eru með barn á leikskóla í Grafarvogi, þar sem viðkomandi fær ekki leikskólapláss í sínu hverfi vegna mönnunarvanda borgarinnar. Er sú leið heim úr vinnu eðlileg? „Það er bara frábær spurning, það myndi eflaust lenda fyrir dómstólum og aðilar rífast um það hvort það flokkist sem vinnuslys eða ekki.“ Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í betri málum? Agnar segir fólk almennt meðvitað um að slys sem verða þegar fólk er á leið til eða frá vinnu geti talist sem vinnuslys. Jafnframt sé fólk almennt meðvitað um bótarétt sinn. „Alltaf meira og meira, en það er hellingur af fólki sem er ekki meðvitað um þetta. Það er líka fullt af fólki sem heldur að ef það veldur umferðarslysi, ef það er í órétti, þá eigi það ekki bótarétt. Það er mjög útbreiddur misskilningur. Maður er alveg jafn vel tryggður hvort sem maður er í rétti eða órétti.“ Þá sé munur á bótaskyldu eftir vinnustað. „Starfsmenn sveitarfélaga og ríkisins eru tryggðir á vinnutíma og í frítíma. Á almennum vinnumarkaði er það oftast þannig að starfsfólk er tryggt í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Ef við tökum sem dæmi að starfsmaður á almennum vinnumarkaði lendir í umferðarslysi á leiðinni til vinnu, þá er hann vissulega tryggður í slysatryggingu launþega en í skilmálum þeirra trygginga þá eru umferðarslys oftast nær undanskilin. En þegar starfsmenn sveitarfélaga eða íslenska ríkisins lenda í umferðarslysum á leið til vinnu þá eiga þeir rétt á bótum úr ökutækjatryggingu en líka í slysatryggingu launþega. Þar eru umferðarslys ekki undanskilin þannig það kemur bara sem sjálfstæð viðbót við bætur úr ökutækjatryggingunni. Það má segja að þeir starfsmenn séu betur tryggðir og fæstir vita það.“ Umferðaröryggi Hlaup Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tengdar fréttir Skokkarinn lagði Reykjavíkurborg með minnsta mun Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga. 4. október 2023 16:14 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Í fimm ár hefur verið deilt um það hvort slys sem starfsmaður Reykjavíkurborgar, lenti í þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni, ætti að vera flokkað sem vinnuslys eða slys í frítíma. „Almenna reglan er sú að fólk á leið til vinnu og frá vinnu að heimili, það er tryggt eins og um vinnuslys sé að ræða,“ sagði Agnar Þór Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður á Fulltingi. Eðlileg leið? Þetta er þó ekki svo einfalt. Þegar deilt er um hvort slys, sem verður þegar fólk er á leið til og frá vinnu, sé vinnuslys snýr ágreiningurinn gjarnan að því hvort viðkomandi hafi farið eðlilega leið milli vinnustaðar og heimilis. Fimm ára baráttu starfsmannsins lauk í gær þegar Hæstiréttur sagði leiðina eðlilega og fær maðurinn því greiddar bætur eins og um vinnuslys sé að ræða. Í fréttinni hér að neðan má lesa nánar um atvikalýsingu málsins. Maðurinn starfaði í Laugardal og hljóp heim á Hagamel eftir vinnu. Hann hljóp ekki stystu mögulegu leið heldur fór eftir Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Reykjavíkurborg sagði manninn vera að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma sínum eftir vinnu en Hæstiréttur var ósammála, að minnsta kosti meirihlutinn en tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Þarf ekki að vera stysta leið og ekki bein leið Agnar Þór segir mjög matskennt hvað teljist eðlileg leið. „Það þarf ekki að vera stysta leið og það þarf ekki að vera bein leið. Það kemur skýrt fram í þessum dómi að einstaklingar verði að hafa svigrúm til að velja sér leið í vinnu. Það skipti máli hvort þú ferð á bíl, hjólar, labbar eða hleypur. Það sé hins vegra ekki takmarkalaust. Það kemur skýrt fram í dómnum.“ Agnar Þór Guðmundsson er lögmaður skokkarans. Hann er hæstaréttarlögmaður á Fulltingi.skjáskot/vísir Fékk bætur þrátt fyrir að hafa tekið bensín Þá spyr maður sig hvort fólk þurfi að fara beint heim til sín eftir vinnu til að mögulegt slys á heimleið teljist sem vinnuslys, eða hvort stoppa megi á leiðinni? Jafnvel útrétta, fara í búð, eða taka bensín? Héraðsdómur komst að því fyrir sjö árum að um vinnuslys hafi verið að ræða þegar kona fór aðeins úr leið til að taka bensín á leið heim úr vinnu. Rjúfa mátti för í stuttan tíma enda það að taka bensín órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða,“ sagði í dómnum. Skiptir máli hvort um sé að ræða fastan lið En telst það eðlileg leið ef starfsmaður gerir rof á leið heim úr vinnu til að gera eitthvað sem tengist akstrinum ekki beint, eins og að sækja barn á leikskóla? „Það hefur verið tekist á um það fyrir dómi. Ef það er fastur liður á leið heim þá hefur þetta verið flokkað sem vinnuslys,“ segir Agnar Þór. En hvað með þá sem þurfa að fara vel úr leið. Vinna jafnvel í Laugardal, búa í Vesturbæ Reykjavíkur en eru með barn á leikskóla í Grafarvogi, þar sem viðkomandi fær ekki leikskólapláss í sínu hverfi vegna mönnunarvanda borgarinnar. Er sú leið heim úr vinnu eðlileg? „Það er bara frábær spurning, það myndi eflaust lenda fyrir dómstólum og aðilar rífast um það hvort það flokkist sem vinnuslys eða ekki.“ Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í betri málum? Agnar segir fólk almennt meðvitað um að slys sem verða þegar fólk er á leið til eða frá vinnu geti talist sem vinnuslys. Jafnframt sé fólk almennt meðvitað um bótarétt sinn. „Alltaf meira og meira, en það er hellingur af fólki sem er ekki meðvitað um þetta. Það er líka fullt af fólki sem heldur að ef það veldur umferðarslysi, ef það er í órétti, þá eigi það ekki bótarétt. Það er mjög útbreiddur misskilningur. Maður er alveg jafn vel tryggður hvort sem maður er í rétti eða órétti.“ Þá sé munur á bótaskyldu eftir vinnustað. „Starfsmenn sveitarfélaga og ríkisins eru tryggðir á vinnutíma og í frítíma. Á almennum vinnumarkaði er það oftast þannig að starfsfólk er tryggt í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Ef við tökum sem dæmi að starfsmaður á almennum vinnumarkaði lendir í umferðarslysi á leiðinni til vinnu, þá er hann vissulega tryggður í slysatryggingu launþega en í skilmálum þeirra trygginga þá eru umferðarslys oftast nær undanskilin. En þegar starfsmenn sveitarfélaga eða íslenska ríkisins lenda í umferðarslysum á leið til vinnu þá eiga þeir rétt á bótum úr ökutækjatryggingu en líka í slysatryggingu launþega. Þar eru umferðarslys ekki undanskilin þannig það kemur bara sem sjálfstæð viðbót við bætur úr ökutækjatryggingunni. Það má segja að þeir starfsmenn séu betur tryggðir og fæstir vita það.“
Umferðaröryggi Hlaup Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tengdar fréttir Skokkarinn lagði Reykjavíkurborg með minnsta mun Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga. 4. október 2023 16:14 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Skokkarinn lagði Reykjavíkurborg með minnsta mun Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga. 4. október 2023 16:14