Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2023 13:22 Karlmaðurinn fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog 1-7 laugardagskvöldið 23. september. Vísir/Vilhelm Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Það var mánudagsmorguninn 25. september sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu. Kona um fertugt hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna eftir að hafa verið handtekin í íbúð í austurborginni á laugardagskvöld. Tilkynning hafði borist lögreglu sama kvöld og þegar lögregluþjónar mættu á staðinn hófu þeir þegar endurlífgunartilraunir. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann en úrskurðaður látinn við komuna. Fíknivandi og sakarferill Karlmaðurinn og konan eru bæði Íslendingar sem hafa átt við vímuefnavanda að glíma um langt skeið samkvæmt heimildum fréttastofu. Karlmaðurinn er 58 ára tveggja barna faðir sem hefur tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Konan er 41 árs og á einnig langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Konan átti smáhund sem fannst dauður á vettvangi í Bátavogi á laugardagskvöldið. Ævar Pálmi Pálmason, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði RÚV í gær að verið væri að skoða hvort og með hvaða hætti dauði hundurinn tengist málinu. Þá hefur RÚV heimildir fyrir því að áverkar hafi fundist á hálsi hins látna og kynfærum hans. Áfram í haldi lögreglu Konan var upphaflega úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þá hafði líkið ekki verið krufið og talið óljóst hvað hefði gerst. Í framhaldinu var hún úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald sem átti að renna út í dag. Lögregla tilkynnti í dag að hún hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvær vikur í viðbót á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58 Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. september 2023 10:34 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Það var mánudagsmorguninn 25. september sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu. Kona um fertugt hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna eftir að hafa verið handtekin í íbúð í austurborginni á laugardagskvöld. Tilkynning hafði borist lögreglu sama kvöld og þegar lögregluþjónar mættu á staðinn hófu þeir þegar endurlífgunartilraunir. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann en úrskurðaður látinn við komuna. Fíknivandi og sakarferill Karlmaðurinn og konan eru bæði Íslendingar sem hafa átt við vímuefnavanda að glíma um langt skeið samkvæmt heimildum fréttastofu. Karlmaðurinn er 58 ára tveggja barna faðir sem hefur tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Konan er 41 árs og á einnig langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Konan átti smáhund sem fannst dauður á vettvangi í Bátavogi á laugardagskvöldið. Ævar Pálmi Pálmason, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði RÚV í gær að verið væri að skoða hvort og með hvaða hætti dauði hundurinn tengist málinu. Þá hefur RÚV heimildir fyrir því að áverkar hafi fundist á hálsi hins látna og kynfærum hans. Áfram í haldi lögreglu Konan var upphaflega úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þá hafði líkið ekki verið krufið og talið óljóst hvað hefði gerst. Í framhaldinu var hún úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald sem átti að renna út í dag. Lögregla tilkynnti í dag að hún hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvær vikur í viðbót á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58 Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. september 2023 10:34 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17
Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58
Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. september 2023 10:34