Eru sum sjálfsvíg þolanlegri en önnur? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 4. október 2023 11:01 Fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu skrifar pistil um sjálfsvíg í Vísi í dag og hvað heilsugæslan er að gera til að koma í veg fyrir þau. Hún tekur fram að „mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef [sjálfsvígs]matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum.“ Ég veit varla hvort ég á að hlæja eða gráta. Það vita allir sem vilja vita að heilsugæslan vísar einhverfum frá geðheilbrigðisþjónustu. Ekki alveg öllum er vísað frá en það heyrir til algjörar undantekningar ef fólk kemst að. Fólki hefur jafnvel verið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar vegna gruns um einhverfu. Það er sem sagt rétt að það er hægt að vísa einhverfum í meðferð í geðheilsuteymi eða í viðtöl á heilsugæslu en þeim er vísað frá vegna þess að ekki er til næg þekking á einhverfu. Það er til mikilsvirt rannsókn frá Svíþjóð sem sýnir fram á að næstum því tíu sinnum fleiri einhverfir látast af völdum sjálfsvíga en þeir sem eru ekki einhverfir. Ég endurtek einhverfir eru næstum tíu sinnum líklegri að deyja af völdum sjálfsvíga en óeinhverfir. Af þessum tölum er ljóst að þörf einhverfra eftir þjónustu er gífurleg. Samt er þeim neitað um geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni sökum vanþekkingar starfsmanna. Skoðum aðeins hvernig líkamlega heilbrigðiskerfið virkar. Ímyndum okkur að upp komi nýr veirusjúkdómur sem enginn hafi þekkingu á af því að hann er nýr. Köllum hann COVID-19. Hvað myndi gerast í heilbrigðiskerfinu? Myndi heilbrigðiskerfið vísa fólki frá í stórum stíl og segja við þekkjum þetta ekki? Nei, það var ekki það sem það gerðist. Í því tilfelli voru mannslíf metin svo mikils að fólk lagði á sig vinnu til finna út hvað ætti að gera. Það er í hæsta máta óeðlilegt að neita fólki um geðheilbrigðisþjónustu á grundvelli fötlunar, skerðingar eða frávika frá hefðbundnum þroska og er mannréttindabrot. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu skrifar pistil um sjálfsvíg í Vísi í dag og hvað heilsugæslan er að gera til að koma í veg fyrir þau. Hún tekur fram að „mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef [sjálfsvígs]matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum.“ Ég veit varla hvort ég á að hlæja eða gráta. Það vita allir sem vilja vita að heilsugæslan vísar einhverfum frá geðheilbrigðisþjónustu. Ekki alveg öllum er vísað frá en það heyrir til algjörar undantekningar ef fólk kemst að. Fólki hefur jafnvel verið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar vegna gruns um einhverfu. Það er sem sagt rétt að það er hægt að vísa einhverfum í meðferð í geðheilsuteymi eða í viðtöl á heilsugæslu en þeim er vísað frá vegna þess að ekki er til næg þekking á einhverfu. Það er til mikilsvirt rannsókn frá Svíþjóð sem sýnir fram á að næstum því tíu sinnum fleiri einhverfir látast af völdum sjálfsvíga en þeir sem eru ekki einhverfir. Ég endurtek einhverfir eru næstum tíu sinnum líklegri að deyja af völdum sjálfsvíga en óeinhverfir. Af þessum tölum er ljóst að þörf einhverfra eftir þjónustu er gífurleg. Samt er þeim neitað um geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni sökum vanþekkingar starfsmanna. Skoðum aðeins hvernig líkamlega heilbrigðiskerfið virkar. Ímyndum okkur að upp komi nýr veirusjúkdómur sem enginn hafi þekkingu á af því að hann er nýr. Köllum hann COVID-19. Hvað myndi gerast í heilbrigðiskerfinu? Myndi heilbrigðiskerfið vísa fólki frá í stórum stíl og segja við þekkjum þetta ekki? Nei, það var ekki það sem það gerðist. Í því tilfelli voru mannslíf metin svo mikils að fólk lagði á sig vinnu til finna út hvað ætti að gera. Það er í hæsta máta óeðlilegt að neita fólki um geðheilbrigðisþjónustu á grundvelli fötlunar, skerðingar eða frávika frá hefðbundnum þroska og er mannréttindabrot. Höfundur er sálfræðingur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun