Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2023 08:00 Dómarar á knattspyrnumótum eru stundum ungir. Til að mynda á Norðurálsmótinu á Akranesi. Vísir/Einar Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Á hverju ári keppa tugir þúsunda barna á íþróttamótum á Íslandi og lifa foreldra sig iðulega inn í leikinn. Á fjölmennustu mótunum eru spilaðir mörg hundruð leikir. Til að það gangi upp þarf fjöldann allan af dómurum. Dómarar oft sjálfir börn Á meðal þeirra sem sinna dómgæslu eru börn sem æfa hjá íþróttafélögunum. Fjallað var um þetta í þættinum Hliðarlínan sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. „Ég dæmdi fyrsta leikinn minn í fyrra. Þannig ég hef verið þrettán ára,“ segir Morten Ottesen sem æfir fótbolta hjá ÍA. Hann líkt og fleiri á hans aldri hafa reynslu af því að dæma fótboltaleiki hjá yngstu börnunum. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Dæmi eru um að foreldrar láti þessa ungu dómara heyra það. „Þegar ég hef verið að dæma þá hef ég verið kallaður skömm fyrir klúbbinn,“ segir Morten. Valgerður Laufey Guðmundsdóttir þekkir það líka vel að foreldrar geti æst sig og þá séu dæmi um að foreldrar hafi gengið svo langt að veitast að ungu dómurunum. „Vinkona mín lenti í því á Símamótinu að einhver pabbi labbar inn á, grípur hana svona og heldur á henni.“ Íþróttafélögin hafa mörg hver verið með átök, líkt og var á Símamótinu í sumar, þar sem foreldrar eru hvattir til að hegðu sér vel.Vísir/Ívar Guðjón Guðmundsson starfaði um árabil sem íþróttafréttamaður og í hátt í tvo áratugi gerði hann sérstaka þætti um íþróttamót barna. Hann segir að á þessum tíma hafi mikið breyst. Mótin hafi stækkað og þessum atvikum sem séu slæm hafi fjölgað. Hann sjái á þessum mótum að eftir því sem dómarinn sé yngri fái hann meira að heyra það. „Fólki finnst það að ég get leyft mér að láta hann heyra það þennan. Þetta er bara krakki. Hann veit ekkert hvað hann er að gera en gleymum því ekki að krakkinn sem er að dæma hann er að gera sitt besta og hann þarf líka hvatningu,“ segir Guðjón. Í sama streng tekur Áskell Þór Gíslason sem hefur komið að N1 mótinu hjá KA. Hann segir líka snjallsímana hafa breytt miklu. „Við sjáum foreldra á hliðarlínunni og þeir eru að taka upp heilu og hálfu leikina. Svo koma svona stöku berservisar inn til okkar til að sýna okkur einstök brot og að þetta hafi átt að vera öðruvísi eða hinsegin. Með símum og upptökutækjum og öllu sem því fylgir þá kannski verður svona grimmara einstök atriði. Einhver sextán ára unglingur dæmir eitthvað víti hérna sem að einhverjum finnst skrítið og það er bara komið á heilt félag. Bara sjáið það hvað var dæmt hjá okkur í dag“ Dómarar of ungir Engar reglur gilda um aldur dómara á knattspyrnumótum yngri barna. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar „Það er auðvitað algjörlega óþolandi að upplifunin sé með þeim hætti að þessir krakkar kannski geta ekki hugsað sér að fara í þessi störf aftur. Þannig að þegar ég fær spurninguna hvort að þau séu of ung fjórtán fimmtán ára já miðað við umhverfið sem við erum að bjóða upp á,“ segir Þóroddur Hjaltalín starfsmaður KSÍ og fyrrverandi dómari. Hliðarlínan Börn og uppeldi Fótbolti Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Hluti af mótstjórn Símamótsins hafi kallað eftir „allsherjar kælingu“ á dóttur Björgvins Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir frá slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu í fótbolta sem fram fór um helgina. Hann segir meðal annars að hluti af þeim sem sitja í mótsjórn hafi kallað eftir því að dóttir hans yrði sett í „allsherjar kælingu“. 16. júlí 2023 21:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Á hverju ári keppa tugir þúsunda barna á íþróttamótum á Íslandi og lifa foreldra sig iðulega inn í leikinn. Á fjölmennustu mótunum eru spilaðir mörg hundruð leikir. Til að það gangi upp þarf fjöldann allan af dómurum. Dómarar oft sjálfir börn Á meðal þeirra sem sinna dómgæslu eru börn sem æfa hjá íþróttafélögunum. Fjallað var um þetta í þættinum Hliðarlínan sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. „Ég dæmdi fyrsta leikinn minn í fyrra. Þannig ég hef verið þrettán ára,“ segir Morten Ottesen sem æfir fótbolta hjá ÍA. Hann líkt og fleiri á hans aldri hafa reynslu af því að dæma fótboltaleiki hjá yngstu börnunum. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Dæmi eru um að foreldrar láti þessa ungu dómara heyra það. „Þegar ég hef verið að dæma þá hef ég verið kallaður skömm fyrir klúbbinn,“ segir Morten. Valgerður Laufey Guðmundsdóttir þekkir það líka vel að foreldrar geti æst sig og þá séu dæmi um að foreldrar hafi gengið svo langt að veitast að ungu dómurunum. „Vinkona mín lenti í því á Símamótinu að einhver pabbi labbar inn á, grípur hana svona og heldur á henni.“ Íþróttafélögin hafa mörg hver verið með átök, líkt og var á Símamótinu í sumar, þar sem foreldrar eru hvattir til að hegðu sér vel.Vísir/Ívar Guðjón Guðmundsson starfaði um árabil sem íþróttafréttamaður og í hátt í tvo áratugi gerði hann sérstaka þætti um íþróttamót barna. Hann segir að á þessum tíma hafi mikið breyst. Mótin hafi stækkað og þessum atvikum sem séu slæm hafi fjölgað. Hann sjái á þessum mótum að eftir því sem dómarinn sé yngri fái hann meira að heyra það. „Fólki finnst það að ég get leyft mér að láta hann heyra það þennan. Þetta er bara krakki. Hann veit ekkert hvað hann er að gera en gleymum því ekki að krakkinn sem er að dæma hann er að gera sitt besta og hann þarf líka hvatningu,“ segir Guðjón. Í sama streng tekur Áskell Þór Gíslason sem hefur komið að N1 mótinu hjá KA. Hann segir líka snjallsímana hafa breytt miklu. „Við sjáum foreldra á hliðarlínunni og þeir eru að taka upp heilu og hálfu leikina. Svo koma svona stöku berservisar inn til okkar til að sýna okkur einstök brot og að þetta hafi átt að vera öðruvísi eða hinsegin. Með símum og upptökutækjum og öllu sem því fylgir þá kannski verður svona grimmara einstök atriði. Einhver sextán ára unglingur dæmir eitthvað víti hérna sem að einhverjum finnst skrítið og það er bara komið á heilt félag. Bara sjáið það hvað var dæmt hjá okkur í dag“ Dómarar of ungir Engar reglur gilda um aldur dómara á knattspyrnumótum yngri barna. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar „Það er auðvitað algjörlega óþolandi að upplifunin sé með þeim hætti að þessir krakkar kannski geta ekki hugsað sér að fara í þessi störf aftur. Þannig að þegar ég fær spurninguna hvort að þau séu of ung fjórtán fimmtán ára já miðað við umhverfið sem við erum að bjóða upp á,“ segir Þóroddur Hjaltalín starfsmaður KSÍ og fyrrverandi dómari.
Hliðarlínan Börn og uppeldi Fótbolti Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Hluti af mótstjórn Símamótsins hafi kallað eftir „allsherjar kælingu“ á dóttur Björgvins Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir frá slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu í fótbolta sem fram fór um helgina. Hann segir meðal annars að hluti af þeim sem sitja í mótsjórn hafi kallað eftir því að dóttir hans yrði sett í „allsherjar kælingu“. 16. júlí 2023 21:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31
Hluti af mótstjórn Símamótsins hafi kallað eftir „allsherjar kælingu“ á dóttur Björgvins Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir frá slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu í fótbolta sem fram fór um helgina. Hann segir meðal annars að hluti af þeim sem sitja í mótsjórn hafi kallað eftir því að dóttir hans yrði sett í „allsherjar kælingu“. 16. júlí 2023 21:31