Árið 2016 þegar hatrinu var gefin rödd Guðni Freyr Öfjörð skrifar 2. október 2023 09:30 Árið 2016 virtist heimurinn vera að færast nær heimsfriði innan um Pokémon Go æðið sem sveif um heiminn. En fljótt skipaðist veður í lofti og sólin flúði þegar hún sá gráa og drungalega ský feðraveldisins nálgast hratt. Já, feðraveldi er kerfi þar sem karlar njóta forréttinda umfram konur, einkennist af kynjamisrétti sem takmarkar tækifæri fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Það viðheldur óréttlæti, veldur félagslegri ólgu og neitar konum um jöfn tækifæri og réttindi í menntun, atvinnu og stjórnmálum. Feðraveldið stuðlar einnig að ofbeldi gegn konum, svo sem heimilis- og kynferðisofbeldi, og gerir hinsegin fólki erfitt fyrir að öðlast viðurkenningu og virðingu. Það stuðlar að mismunun, kúgun og ofbeldi gegn hinsegin samfélagi, neitar því jafnrétti og vernd, allt á sama tíma og það heldur fast við íhaldssöm gildi og afneitar framförum og framsækni í samfélaginu. Feðraveldið er eins og vírus - það er smitandi og banvænt, en við getum fundið lækningu. Árið 2016 var eins konar sterasprauta fyrir feðraveldið þegar Bretland kaus að ganga úr Evrópusambandinu og kjör Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. Innsæi mitt á þeim tíma, að kjör Trumps myndi boða bakslag gegn réttindum hinsegin fólks um heim allan, reyndist því miður satt. Jafnvel þó að Trump sé ekki lengur í embætti lifir orðræða hans enn vel gegn hinsegin samfélaginu. Orðræða Trumps ýtti undir hatur og varð gróðauppspretta fyrir samsæriskenningar, sem varð til þess að öfgahægrihópar um allan heim urðu til. Þessir hópar hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagsumræðuna með alls kyns áróðri og sendiboðar feðraveldisins hafa leikið lausum hala í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og beitt ýmsum aðferðum til að reyna hafa stjórn á tilfinningum fólks með þjóðernispopúlisma og reynt að láta almenning beina reiði sinni að hinsegin samfélaginu og öðrum viðkvæmum hópum samfélagsins. Kaldhæðnin í þessu öllu saman liggur í þeirri staðreynd að sendiboðar feðraveldisins ná ekki aðeins yfir hvíta cis karla heldur einnig hóp sem oft samanstendur af hinsegin einstaklingum, konum og jaðarsettum hópum samfélagsins, jafnvel þó að ein af kjarna hugmyndafræði þess kerfis sé að tala gegn, svipta réttindum og mismuna slíkum hópum. Segja mætti að þessir einstaklingar eru virkir að grafa undan eigin réttindum og hagsmunum innan kerfi feðraveldisins. Líta mætti á þetta sem birtingarmynd ákveðins sjálfshaturs. Það er enginn vafi á því að kjör Donald Trump árið 2016 var mikið áfall fyrir hinsegin samfélagið. Kosningabaráttan Trumps byggðist á klofningi og hatri og hann kom ítrekað fram með hatursfull ummæli um hinsegin- og trans fólk. Þegar Trump tók við embætti fór hann strax í að draga til baka margar af þeim verndum og réttindum sem hafði áunnist fyrir hinsegin fólk og hann skipaði embættismenn í lykilstöður í stjórn sinni sem voru mjög andvígir hinsegin fólki. Hér er listi yfir hinsegin réttindi sem ríkisstjórn Trumps dró sig til baka - þetta er auðvitað ekki tæmandi listi Trump bannaði trans fólki að þjóna í hernum Trump lét fjarlægja leiðbeiningar sem vernduðu rétt trans nemendur til að nota baðherbergi sem samsvarar kynvitund þeirra. Trump afturkallaði vernd fyrir hinsegin nemendur í skólum. Trump felldi úr gildi vinnustaða-vernd fyrir hinsegin fólk. Trump valdefli hvíta þjóðernissinna og aðra öfgahópa til haturs og ofbeldis gegn hinsegin fólki. Skipaði þrjá íhaldssama dómara (Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh, og Amy Coney Barrett) sem eru tilbúnir að grafa undan réttindum hinsegin fólks eins og þeir gerðu með kvenréttindi í fyrra með því að fella Roe gegn Wade úr gildi. Með því að fella Roe gegn Wade úr gildi dregur það úr rétti kvenna til þungunarrofs í landinu. Trump stjórnin gaf út stefnu sem leyfir heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigðisstofnunum að mismuna gagnvart hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana. Gaf út stefnu sem gerir trans fólki erfiðara fyrir að breyta um kyn skráningu á vegabréfi. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Bidens afturkallað flest lög sem Trump -stjórnin setti á gegn hinsegin fólki. Hins vegar hefur tjónið í Bandaríkjunum verið mikið eftir tímabil Trumps, þar sem mörg ríki hafa ráðist á réttindi hinsegin fólks. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að Trump er ekki eina ástæðan fyrir því bakslagi sem hinsegin samfélagið hefur staðið frammi fyrir undanfarin ár. Það eru ýmsir aðrir þættir sem hafa stuðlað að því bakslagi sem við stöndum frammi fyrir, þar á meðal uppgangur hægri öfgahópa, samsæriskenningar, uppgangur hvítra þjóðernissinna, upplýsingaóreiður ásamt efnahagslegur óstöðugleiki og félagslegur ójöfnuður sem leiðir fólk oft út í samsæriskenningar. Skýringuna má líka rekja til þess að meginstraums hægri og vinstri stjórnmál hafa svikið og ekki hlustað á áköll venjulegs fólks. Þannig að það verður til pólarasing og klofningur í samfélögum, Þetta leiðir oft til þess að gott og gáfað fólk segir og gerir slæma hluti, það byrjar að styrkja og valdefla stöðu vondra stjórnmálamanna til valda og leiðir fólk oft út í samsæriskenningar. Hver er staðan í dag? Þessi áföll fyrir hinsegin réttindi hafa haft veruleg áhrif á hinsegin fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Hinsegin fólk er nú líklegra til að verða fyrir mismunun og fordómum á vinnustöðum, í heilbrigðisþjónustu og í öðrum sviðum samfélagsins. Hinsegin fólk er líka líklegra til að verða fyrir ofbeldi, áreitni og hatursglæpum. Tölfræði sýnir að hatursglæpum hefur fjölgað verulega síðan 2016. Orðræða og stefnur Trumps hefur líka styrkt stöðu andstæðinga hinsegin fólks um allan heim. Í sumum löndum hefur stefna Trumps verið notuð til að réttlæta ný lög sem mismuna hinsegin fólki. Bakslag hinsegin fólks er aukast dag frá degi um alla Evrópu eins og dæmin hafa sýnt á Ítalíu, Póllandi, Ungverjaland, Íslandi og Spáni þar sem margir Trump klónar og þráverar Trumps, sem vilja ekkert heitar en að vera eins og Trump, eru að flytja inn menningarstríð til sinna heimalanda og hafa fengið góð meðbyr í samfélögum sínum. Þó að sjö ár séu liðin frá kjöri Trumps og mikið vatn hefur runnið til sjávars síðan þá, þar á meðal nýr forseti og ríkisstjórn sem hefur markvisst verið að bæta réttindi og auka vernd hinsegin fólks, þá er nokkuð ljóst að árið 2016 markaði ákveðið upphaf af bakslagi hinsegin fólks, afturför ýmissa kvenréttinda og en meiri jaðarsetningu ýmissa viðkvæmra hópa samfélagsins. Hvað er hægt að gera? Fræðsla! Því meiri fræðsla og menntun, því minni líkur á fáfræði og fordómum. Talaðu gegn hatursorðræðu og fordómum. Þegar þú sérð eða heyrir að einhver upplifir hatur eða fordóma skaltu ekki hika við að segja eitthvað. Hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í eigin persónu. Styðjið við bakið á hinsegin fólki. Það eru margar leiðir til að gera það, svo sem sjálfboðaliðastarf fyrir hinsegin samtök, styrkja hinsegin málefni, og mæta á viðburði tengt hinsegin málefnum. Komdu við eða sendu línu á Samtokin 78 og fáðu upplýsingar, ráðgjöf eða fræðslu. Í Samtökunum 78 starfar hópur með mikla reynslu og þekkingu í málefnum hinsegin fólks. Lestu þig til um málefnin á áreiðanlegum síðum eins og NCBI (National Center for Biotechnology Information), sem gefur út útgefnar vísindalegar og ritrýndar rannsóknir. Og mundu eitt, áður en þú ferð að endurómar hatur, áróður eða rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Hafðu þetta í huga, það er staðreynd að hinsegin fólk, sérstaklega trans fólk, er í mikilli hættu á sjálfsvígum og verða fyrir hrottalegum líkamsárásum. Ætlarðu að bera ábyrgð á slíku? Ætlar þú að þvo hendurnar þínar af blóði? Höfundur er í stjórn ungra Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Freyr Öfjörð Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 virtist heimurinn vera að færast nær heimsfriði innan um Pokémon Go æðið sem sveif um heiminn. En fljótt skipaðist veður í lofti og sólin flúði þegar hún sá gráa og drungalega ský feðraveldisins nálgast hratt. Já, feðraveldi er kerfi þar sem karlar njóta forréttinda umfram konur, einkennist af kynjamisrétti sem takmarkar tækifæri fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Það viðheldur óréttlæti, veldur félagslegri ólgu og neitar konum um jöfn tækifæri og réttindi í menntun, atvinnu og stjórnmálum. Feðraveldið stuðlar einnig að ofbeldi gegn konum, svo sem heimilis- og kynferðisofbeldi, og gerir hinsegin fólki erfitt fyrir að öðlast viðurkenningu og virðingu. Það stuðlar að mismunun, kúgun og ofbeldi gegn hinsegin samfélagi, neitar því jafnrétti og vernd, allt á sama tíma og það heldur fast við íhaldssöm gildi og afneitar framförum og framsækni í samfélaginu. Feðraveldið er eins og vírus - það er smitandi og banvænt, en við getum fundið lækningu. Árið 2016 var eins konar sterasprauta fyrir feðraveldið þegar Bretland kaus að ganga úr Evrópusambandinu og kjör Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. Innsæi mitt á þeim tíma, að kjör Trumps myndi boða bakslag gegn réttindum hinsegin fólks um heim allan, reyndist því miður satt. Jafnvel þó að Trump sé ekki lengur í embætti lifir orðræða hans enn vel gegn hinsegin samfélaginu. Orðræða Trumps ýtti undir hatur og varð gróðauppspretta fyrir samsæriskenningar, sem varð til þess að öfgahægrihópar um allan heim urðu til. Þessir hópar hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagsumræðuna með alls kyns áróðri og sendiboðar feðraveldisins hafa leikið lausum hala í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og beitt ýmsum aðferðum til að reyna hafa stjórn á tilfinningum fólks með þjóðernispopúlisma og reynt að láta almenning beina reiði sinni að hinsegin samfélaginu og öðrum viðkvæmum hópum samfélagsins. Kaldhæðnin í þessu öllu saman liggur í þeirri staðreynd að sendiboðar feðraveldisins ná ekki aðeins yfir hvíta cis karla heldur einnig hóp sem oft samanstendur af hinsegin einstaklingum, konum og jaðarsettum hópum samfélagsins, jafnvel þó að ein af kjarna hugmyndafræði þess kerfis sé að tala gegn, svipta réttindum og mismuna slíkum hópum. Segja mætti að þessir einstaklingar eru virkir að grafa undan eigin réttindum og hagsmunum innan kerfi feðraveldisins. Líta mætti á þetta sem birtingarmynd ákveðins sjálfshaturs. Það er enginn vafi á því að kjör Donald Trump árið 2016 var mikið áfall fyrir hinsegin samfélagið. Kosningabaráttan Trumps byggðist á klofningi og hatri og hann kom ítrekað fram með hatursfull ummæli um hinsegin- og trans fólk. Þegar Trump tók við embætti fór hann strax í að draga til baka margar af þeim verndum og réttindum sem hafði áunnist fyrir hinsegin fólk og hann skipaði embættismenn í lykilstöður í stjórn sinni sem voru mjög andvígir hinsegin fólki. Hér er listi yfir hinsegin réttindi sem ríkisstjórn Trumps dró sig til baka - þetta er auðvitað ekki tæmandi listi Trump bannaði trans fólki að þjóna í hernum Trump lét fjarlægja leiðbeiningar sem vernduðu rétt trans nemendur til að nota baðherbergi sem samsvarar kynvitund þeirra. Trump afturkallaði vernd fyrir hinsegin nemendur í skólum. Trump felldi úr gildi vinnustaða-vernd fyrir hinsegin fólk. Trump valdefli hvíta þjóðernissinna og aðra öfgahópa til haturs og ofbeldis gegn hinsegin fólki. Skipaði þrjá íhaldssama dómara (Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh, og Amy Coney Barrett) sem eru tilbúnir að grafa undan réttindum hinsegin fólks eins og þeir gerðu með kvenréttindi í fyrra með því að fella Roe gegn Wade úr gildi. Með því að fella Roe gegn Wade úr gildi dregur það úr rétti kvenna til þungunarrofs í landinu. Trump stjórnin gaf út stefnu sem leyfir heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigðisstofnunum að mismuna gagnvart hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana. Gaf út stefnu sem gerir trans fólki erfiðara fyrir að breyta um kyn skráningu á vegabréfi. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Bidens afturkallað flest lög sem Trump -stjórnin setti á gegn hinsegin fólki. Hins vegar hefur tjónið í Bandaríkjunum verið mikið eftir tímabil Trumps, þar sem mörg ríki hafa ráðist á réttindi hinsegin fólks. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að Trump er ekki eina ástæðan fyrir því bakslagi sem hinsegin samfélagið hefur staðið frammi fyrir undanfarin ár. Það eru ýmsir aðrir þættir sem hafa stuðlað að því bakslagi sem við stöndum frammi fyrir, þar á meðal uppgangur hægri öfgahópa, samsæriskenningar, uppgangur hvítra þjóðernissinna, upplýsingaóreiður ásamt efnahagslegur óstöðugleiki og félagslegur ójöfnuður sem leiðir fólk oft út í samsæriskenningar. Skýringuna má líka rekja til þess að meginstraums hægri og vinstri stjórnmál hafa svikið og ekki hlustað á áköll venjulegs fólks. Þannig að það verður til pólarasing og klofningur í samfélögum, Þetta leiðir oft til þess að gott og gáfað fólk segir og gerir slæma hluti, það byrjar að styrkja og valdefla stöðu vondra stjórnmálamanna til valda og leiðir fólk oft út í samsæriskenningar. Hver er staðan í dag? Þessi áföll fyrir hinsegin réttindi hafa haft veruleg áhrif á hinsegin fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Hinsegin fólk er nú líklegra til að verða fyrir mismunun og fordómum á vinnustöðum, í heilbrigðisþjónustu og í öðrum sviðum samfélagsins. Hinsegin fólk er líka líklegra til að verða fyrir ofbeldi, áreitni og hatursglæpum. Tölfræði sýnir að hatursglæpum hefur fjölgað verulega síðan 2016. Orðræða og stefnur Trumps hefur líka styrkt stöðu andstæðinga hinsegin fólks um allan heim. Í sumum löndum hefur stefna Trumps verið notuð til að réttlæta ný lög sem mismuna hinsegin fólki. Bakslag hinsegin fólks er aukast dag frá degi um alla Evrópu eins og dæmin hafa sýnt á Ítalíu, Póllandi, Ungverjaland, Íslandi og Spáni þar sem margir Trump klónar og þráverar Trumps, sem vilja ekkert heitar en að vera eins og Trump, eru að flytja inn menningarstríð til sinna heimalanda og hafa fengið góð meðbyr í samfélögum sínum. Þó að sjö ár séu liðin frá kjöri Trumps og mikið vatn hefur runnið til sjávars síðan þá, þar á meðal nýr forseti og ríkisstjórn sem hefur markvisst verið að bæta réttindi og auka vernd hinsegin fólks, þá er nokkuð ljóst að árið 2016 markaði ákveðið upphaf af bakslagi hinsegin fólks, afturför ýmissa kvenréttinda og en meiri jaðarsetningu ýmissa viðkvæmra hópa samfélagsins. Hvað er hægt að gera? Fræðsla! Því meiri fræðsla og menntun, því minni líkur á fáfræði og fordómum. Talaðu gegn hatursorðræðu og fordómum. Þegar þú sérð eða heyrir að einhver upplifir hatur eða fordóma skaltu ekki hika við að segja eitthvað. Hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í eigin persónu. Styðjið við bakið á hinsegin fólki. Það eru margar leiðir til að gera það, svo sem sjálfboðaliðastarf fyrir hinsegin samtök, styrkja hinsegin málefni, og mæta á viðburði tengt hinsegin málefnum. Komdu við eða sendu línu á Samtokin 78 og fáðu upplýsingar, ráðgjöf eða fræðslu. Í Samtökunum 78 starfar hópur með mikla reynslu og þekkingu í málefnum hinsegin fólks. Lestu þig til um málefnin á áreiðanlegum síðum eins og NCBI (National Center for Biotechnology Information), sem gefur út útgefnar vísindalegar og ritrýndar rannsóknir. Og mundu eitt, áður en þú ferð að endurómar hatur, áróður eða rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Hafðu þetta í huga, það er staðreynd að hinsegin fólk, sérstaklega trans fólk, er í mikilli hættu á sjálfsvígum og verða fyrir hrottalegum líkamsárásum. Ætlarðu að bera ábyrgð á slíku? Ætlar þú að þvo hendurnar þínar af blóði? Höfundur er í stjórn ungra Pírata.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun