Við getum víst hindrað laxastrok Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 27. september 2023 08:31 Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum? Sjókvíaeldi er ekki einsdæmi á Íslandi og vandamálið sem við stöndum nú frammi fyrir ekki heldur. Alþjóðasamfélagið hefur gefið út ISO staðal nr. 16488:2015 sem byggir á eldri norskum staðli. Þar er m.a. fjallað um hönnun sjókvía t.d. með tilliiti til aðstæðna, útlistað hvernig eftirliti með þeim skal háttað, hvaða innri úttektir skulu fara fram, hvaða kröfur net og annar búnaður skal uppfylla o.s.frv.. Með því er viðurkennt að eldi í sjó er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju heimsins en að það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum rekstri. Í útgáfu staðalsins felst að allir bestu sérfræðingar greinarinnar á heimsvísu, hafa komið sér saman um bestu aðferðir við að halda laxi í kvíunum. Aðferðafræðin fæst svo vottuð af óháðum þriðja aðila, sem bæði tryggir árangur og auðveldar eftirlitshlutver MAST. Nú skal ekki lagt mat á það hvort kröfur til rekstraraðila eru of linar eða eftirliti ábótavant hér á landi þó þær raddir hafi heyrst. Það er hins vegar öruggt að með því að gera kröfur um að sjókvíar væru hannaðar skv. kröfum ISO 16488:2015 og reknar eftir því kerfi sem í staðlinum er lagt upp með, þá gerðum við allt sem í okkar valdi stæði til að hindra strok á laxi og notuðum til þess aðferðir sem bestu sérfræðingar á sviðinu, á heimsvísu, hafa gefið leiðbeiningar um. Valið um að gera betur og tryggja ásættanlega útkomu á þessu sviði eða öðrum er þó alltaf löggjafans eða eftir atvikum þeirra sem gera kröfur í viðkomandi grein um öryggi, virkni og árangur. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum? Sjókvíaeldi er ekki einsdæmi á Íslandi og vandamálið sem við stöndum nú frammi fyrir ekki heldur. Alþjóðasamfélagið hefur gefið út ISO staðal nr. 16488:2015 sem byggir á eldri norskum staðli. Þar er m.a. fjallað um hönnun sjókvía t.d. með tilliiti til aðstæðna, útlistað hvernig eftirliti með þeim skal háttað, hvaða innri úttektir skulu fara fram, hvaða kröfur net og annar búnaður skal uppfylla o.s.frv.. Með því er viðurkennt að eldi í sjó er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju heimsins en að það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum rekstri. Í útgáfu staðalsins felst að allir bestu sérfræðingar greinarinnar á heimsvísu, hafa komið sér saman um bestu aðferðir við að halda laxi í kvíunum. Aðferðafræðin fæst svo vottuð af óháðum þriðja aðila, sem bæði tryggir árangur og auðveldar eftirlitshlutver MAST. Nú skal ekki lagt mat á það hvort kröfur til rekstraraðila eru of linar eða eftirliti ábótavant hér á landi þó þær raddir hafi heyrst. Það er hins vegar öruggt að með því að gera kröfur um að sjókvíar væru hannaðar skv. kröfum ISO 16488:2015 og reknar eftir því kerfi sem í staðlinum er lagt upp með, þá gerðum við allt sem í okkar valdi stæði til að hindra strok á laxi og notuðum til þess aðferðir sem bestu sérfræðingar á sviðinu, á heimsvísu, hafa gefið leiðbeiningar um. Valið um að gera betur og tryggja ásættanlega útkomu á þessu sviði eða öðrum er þó alltaf löggjafans eða eftir atvikum þeirra sem gera kröfur í viðkomandi grein um öryggi, virkni og árangur. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun