Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 25. september 2023 17:30 ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Heilsa Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar