Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2023 11:59 Þverfaglega teymið með bros á vör. Stjórnarráðið Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi. Verkefnið byggist á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Meðferðin er lágþröskuldaþjónusta sem krefst ekki sjúkdómsgreiningar til þess að tryggja tímanlega þjónustu, svokallaða snemmtæka íhlutun. Stafræn lausn til að bæta aðgengi að þjónustu Foreldramiðuð hugræn atferlismeðferð (FHAM) er gagnreynt úrræði fyrir börn á aldrinum 5-12 ára sem glíma við kvíða og hefur verið veitt hér á landi um nokkurt skeið með góðum árangri, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Nýmæli þessa verkefnis felst í því að nýta stafrænar lausnir við meðferðina og meta árangur þess fyrirkomulags. Markmiðið er að gera þessa þjónustu aðgengilega öllum, óháð búsetu og að fólk geti nálgast hana hvenær sem því hentar best. Verkefnið byggist á niðurstöðum nýlegra rannsókna á meðferð við kvíðaröskunum barna og þróun stafrænna heilbrigðislausna,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur, innleiðing og árangursmat Háskólinn í Reykjavík mun leiða verkefnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn í Oxford tekur einnig þátt í verkefninu ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Bitjam sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu. Liður í undirbúningi hefur falist í því að tryggja öryggi gagna, persónuvernd og tengsl við sjúkraskrárkerfi. „Nú er komið að innleiðingu sem hefst hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í framhaldi af því hjá heilsugæslunni um allt land. Á tímabili verkefnisins mun Háskólinn í Reykjavík rannsaka árangurinn af meðferðinni, skoða hvaða hópum meðferðin gagnast helst og meta ánægju notenda.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir FHAM metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem falli vel að stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til 2030. „Þar er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu, heilsueflingu, þverfaglega teymisvinnu og að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sem þetta verkefni uppfyllir. Við höfum lagt mikla áherslu á að auka aðgengi fólks að árangursríkum lausnum og hér gefst tækifæri til að efla geðheilbrigði barna um land allt ef verkefnið reynist vel,“ segir Willum Þór. Sigurrós Jóhannsdóttir, leiðtogi sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar úrræðinu og þverfaglega samstarfinu. „Það samrýmist sýn heilsugæslunnar að auka aðgengi að gagnreyndum úrræðum vegna kvíðavanda barna. Þetta verkefni ætti að gagnast mörgum börnum á Íslandi og styrkja foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki“, segir Sigurrós. Brynjar Halldósson, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, segir samstarfið fela í sér skemmtilegar áskoranir. „Með nýjungar í hönnun og þróun stafrænna heilbrigðislausna og þekkingu okkar á meðferðarúrræðum að vopni getum við með þessu verkefni aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem glíma við kvíða. Það er von okkar að verkefni þetta leiði til bættrar líðan hjá börnum og valdefli foreldra til að takast á við kvíðavanda barna sinna á landinu öllu,“ segir Brynjar. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsugæsla Börn og uppeldi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Verkefnið byggist á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Meðferðin er lágþröskuldaþjónusta sem krefst ekki sjúkdómsgreiningar til þess að tryggja tímanlega þjónustu, svokallaða snemmtæka íhlutun. Stafræn lausn til að bæta aðgengi að þjónustu Foreldramiðuð hugræn atferlismeðferð (FHAM) er gagnreynt úrræði fyrir börn á aldrinum 5-12 ára sem glíma við kvíða og hefur verið veitt hér á landi um nokkurt skeið með góðum árangri, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Nýmæli þessa verkefnis felst í því að nýta stafrænar lausnir við meðferðina og meta árangur þess fyrirkomulags. Markmiðið er að gera þessa þjónustu aðgengilega öllum, óháð búsetu og að fólk geti nálgast hana hvenær sem því hentar best. Verkefnið byggist á niðurstöðum nýlegra rannsókna á meðferð við kvíðaröskunum barna og þróun stafrænna heilbrigðislausna,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur, innleiðing og árangursmat Háskólinn í Reykjavík mun leiða verkefnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn í Oxford tekur einnig þátt í verkefninu ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Bitjam sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu. Liður í undirbúningi hefur falist í því að tryggja öryggi gagna, persónuvernd og tengsl við sjúkraskrárkerfi. „Nú er komið að innleiðingu sem hefst hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í framhaldi af því hjá heilsugæslunni um allt land. Á tímabili verkefnisins mun Háskólinn í Reykjavík rannsaka árangurinn af meðferðinni, skoða hvaða hópum meðferðin gagnast helst og meta ánægju notenda.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir FHAM metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem falli vel að stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til 2030. „Þar er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu, heilsueflingu, þverfaglega teymisvinnu og að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sem þetta verkefni uppfyllir. Við höfum lagt mikla áherslu á að auka aðgengi fólks að árangursríkum lausnum og hér gefst tækifæri til að efla geðheilbrigði barna um land allt ef verkefnið reynist vel,“ segir Willum Þór. Sigurrós Jóhannsdóttir, leiðtogi sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar úrræðinu og þverfaglega samstarfinu. „Það samrýmist sýn heilsugæslunnar að auka aðgengi að gagnreyndum úrræðum vegna kvíðavanda barna. Þetta verkefni ætti að gagnast mörgum börnum á Íslandi og styrkja foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki“, segir Sigurrós. Brynjar Halldósson, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, segir samstarfið fela í sér skemmtilegar áskoranir. „Með nýjungar í hönnun og þróun stafrænna heilbrigðislausna og þekkingu okkar á meðferðarúrræðum að vopni getum við með þessu verkefni aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem glíma við kvíða. Það er von okkar að verkefni þetta leiði til bættrar líðan hjá börnum og valdefli foreldra til að takast á við kvíðavanda barna sinna á landinu öllu,“ segir Brynjar.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsugæsla Börn og uppeldi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira