Hjónin tilkynntu um komu dóttur þeirra í sameiginlegri færslu á Instagram á dögunum en fyrir eiga þau eina stúlku fædda 2020.
Jakob fagnaði 25 ára afmæli sínu þann 12. ágúst síðastliðinn rétt áður en hann eignaðist hana Sigríði. Ætla má að hann hafi þurft að fullorðnast hraðar en margir jafnaldrar hans þar sem hann er giftur tveggja barna faðir.
Jakob og Sólveig gengu í hjónaband í júlí í fyrra eftir að hafa trúlofað sig tveimur árum áður á Þingvöllum.
Upprennandi skemmtikraftur
Jakob hefur getið af sér gott orð í skemmtanabransanum þrátt fyrir ungan aldur. Ari Eldjárn lét meðal annars hafa eftir sér að aðra eins hæfileika hefði hann ekki séð áður.
Þá fékk Jakob mikið lof fyrir þátt sinn í handriti Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins árið 2019, aðeins 21 árs gamall og líklega einn af yngstu höfundum þeirra frá upphafi.
Jakob er eitt þeirra hæfileikabúnta sem koma að nýrri uppistandssýningu, Púðursykur, sem fer fram í Sykursalnum í Grósku.
Með honum eru Björn Bragi Arnarsson, Saga Garðarsdóttir, Ari Eldjárn, Dóri DNA, Jóhann Alfreð, Anna Svava og Jón Jónsson.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Tix.is