Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 16:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag. AP/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan. Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan.
Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira