Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2023 11:54 Frá kosningum í Norður-Karólínu árið 2020. AP/Gerry Broome Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. Þó bæði ríkin séu sveifluríki og Demókratar vinni fleiri kosningar sem ná yfir öll ríkin, hafa Repúblikanar þétt tak á ríkisþingum þar í skjóli kjördæmabreytinga. Þetta tak vilja þeir nota til að halda völdum og ráða því hvernig haldið er utan um kosningar. Óttast að missa kjördæmin Í Wisconsin eru Repúblikanar að reyna að reka hlutlausan yfirmann kosninga í ríkinu og tala um að ákæra nýkjörinn hæstaréttardómara fyrir embættisbrot. Undanfarin ár hafa Repúblikanar sankað að sér sætum á ríkisþingum Wisconsin á sama tíma og þeir tapa iðulega kosningum sem ná yfir allt ríkið. Þetta má rekja til þess að Repúblikanar hafa tryggt sér yfirráð á þingi ríkisins með því að breyta kjördæmum Wisconsin og draga verulega úr vægi kjósenda Demókrataflokksins. Á ensku kallast þetta Gerrymandering en því hefur verið lýst á þann veg að í stað þess að kjósendur velji sér þingmenn, velji þingmenn sér kjósendur. Repúblikanar hafa gert þetta víða um Bandaríkin. Demókratar hafa einnig breytt kjördæmum sér í hag en í mun færri tilvikum. Hér að neðan má sjá stutt útskýringarmyndband USA Today þar sem Gerrymandering er útskýrt nánar. Wisconsin hefur lengi verið eitt af þeim ríkjum þar sem kjósendur flakka milli flokka en þessi ríki eru gjarnan kölluð fjólublá en þann lit færðu með því að blanda bláum og rauðum. Í kosningum þar sem kosið er yfir allt ríkið, án kjördæma, hafa Demókratar þó undanfarin ár verið mun líklegri til að vinna. Það á meðal annars við kosningar hæstaréttardómara en fyrr á þessu ári náðu Demókratar meirihluta í dómstólnum. Hæstiréttur Wisconsin mun á þessu ári taka til skoðunar kjördæmaskipan og þungunarrof í ríkinu og þess vegna eru þingmenn Repúblikanaflokksins að reyna að ákæra hana fyrir embættisbrot, skömmu eftir að hún tók við embætti. Vildu breyta úrslitum kosninga Eftir forsetakosningarnar 2020, þegar Joe Biden vann naumlega gegn Donald Trump í Wisconsin, kvörtuðu Repúblikanar undan utankjörfundaratkvæðum og öðrum öngum kosninganna. Á sama tíma veltu Repúblikanar fyrir sér hvort þeir gætu skipt út réttkjörnum kjörmönnum ríkisins fyrir aðra, sem myndu veita Donald Trump atkvæði í stað Bidens. Repúblikanar í Wisconsin skoðuðu það að breyta úrslitum forsetakosninganna í ríkinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Eastman og aðrir Trump-liðar reyndu að skipta út kjörmönnum í nokkrum ríkjum svo þeir gætu valið Trump en ekki Biden. Ríkin sem um ræðir eru Arisóna, Georgía, Michigan, Nevada, Nýja Mexíkó, Pennsylvanía og Wisconsin. Sambærilegar tilraunir til að skipta út réttkjörnum kjörmönnum eru kjarninn í ákærur saksóknarar í Georgíu gegn Trump og bandamönnum hans. Vissu að þeir gátu ekki rekið hana en gerðu það samt Á fimmtudaginn greiddu öldungadeildarþingmenn í Wisconsin atkvæði um að víkja Meagan Wolfe, sem stýrir kosningum í ríkinu, úr starfi. Hún sagði ríkisþingið ekki hafa umboð til að víkja sér úr starfi og höfðaði mál. Samkvæmt frétt Washington Post höfðu lögmenn Repúblikanaflokksins í Wisconsin sagt þingmönnunum að þeir hefðu ekki umboð til að reka Wolfe og það hafði ríkissaksóknarinn einnig gert, en hann er Demókrati. Wolfe hélt í kjölfarið blaðamannafund og sagðist viss um að Repúblikanar vildu hafa pólitískt skipaðan mann í starfinu, sem þeir gætu valið og gæti látið undan þrýstingi frá þeim. Wolfe er sögð njóta stuðnings annarra embættismanna Starfstímabili Wolfe lauk í sumar en embættismenn frá báðum flokkum vildu að hún héldi starfi sínu áfram. Þeir náðu þó ekki samkomulagi um hvernig ætti að framkvæma það. Í millitíðinni á hún samkvæmt lögum að halda áfram að sinna starfinu. Repúblikanar segjast nú vilja reka Wolfe vegna þess að kjósendur treysti því ekki hvernig kosningar eru framkvæmdar í ríkinu. Tony Evers, ríkisstjóri og Demókrati, segir að Repúblikanar haldi áfram að reyna að grafa undan trúverðugleika kosninga og dreifa ósannindum og dylgjum um kosningastarfsmenn. Janet Protasiewicz, nýr hæstaréttardómari í Wisconsin. Repúblikanar vilja að hún komi ekki að máli um kjördæmaskipan í ríkinu og hafa hótað því að ákæra hana fyrir embættisbrot.AP/Morry Gash Barist um hæstarétt Kjósendur í Wisconsin kusu í apríl Janet Protasiewicz til hæstaréttar Wisconsin og vann hún með ellefu prósentustiga mun. Með því var bundinn endir á um fimmtán ára yfirráð íhaldsmanna í hæstarétti ríkisins. Meðal kosningaloforða Protasiewicz var að reyna að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs og andstæða gegn breytingum á kjördæmum (gerrymandering). Tveir hópar kjósenda í ríkinu hafa höfðað mál gegn því hvernig þingmenn Repúblikanaflokksins hafa teiknað kjördæmalínur og á hæstiréttur Wisconsin að taka það mál fyrir á árinu. Repúblikanar hafa krafist þess að Protasiewicz stígi til hliðar í málinu, vegna fyrri ummæla hennar um að hún sé andvíg gerrymandering. Robin Vos, forseti neðri deildar ríkisþingsins, segir að stígi Protasiewicz ekki til hliðar verði hún ákærð fyrir embættisbrot. Robin Vos, forseti ríkisþings Wisconsin er hér fyrir miðju.AP/Harm Venhuizen Samkvæmt Washington Post virðist Vos hafa dregið í land og hefur hann lagt til að lögum yrði breytt svo hlutlausir ríkisstarfsmenn teiknuðu upp kjördæmalínur sem ættu ekki að hygla öðrum flokki á kostnað hins. Þessi áætlun gæti leitt til nýrra kjördæma fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og er Vos talinn vonast til þess að þau kjördæmi yrðu hagstæðari Repúblikönum en kjördæmi sem teiknuð væru af núverandi meirihluta hæstaréttar ríkisins. Demókratar treysta Vos og Repúblikönum ekki og segjast ekki tilbúnir til að samþykkja tillögu þingforsetans. Evers, áðurnefndur ríkisstjóri, hefur sagt að hann myndi beita neitunarvaldi gegn slíku frumvarpi og vísar hann til þess að Repúblikanar í þinginu gætu einfaldlega rekið starfsmennina sem ættu að teikna kjördæmin og ráðið nýja eða greitt atkvæði gegn kjördæmunum og teiknað eigin kjördæmi aftur. Republicans, who've been ramping up their efforts to interfere in Wisconsin elections, are now demanding Legislature-picked and Legislature-approved map drawers for legislative districts. That's bogus.Read my full statement https://t.co/AVCRosMsvQ pic.twitter.com/kttVVS1QJ7— Governor Tony Evers (@GovEvers) September 12, 2023 Taka völdin af ríkisstjóra Norður-Karólínu Norður-Karólína er einnig „fjólublátt ríki“ og þar eru Repúblikanar einnig að reyna að taka stjórn á framkvæmd kosninga. Trump vann Biden árið 2020 með rétt rúmu prósentustigi en Roy Cooper, ríkisstjóri, náði endurkjöri með fimm prósentustiga mun. Þá unnu Repúblikanar tvö sæti í hæstarétti ríkisins í fyrra og þingmenn Norður-Karólínu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eru jafn margir frá báðum flokkum. Aðra sögu er þó að segja af ríkisþingi Norður-Karólínu, en þar fara Repúblikanar með völd. Þar hafa þeir gert breytingar á lögum um kosningar í ríkinu. Í vikunni stefnir í að Repúblikanar taki völdin um framkvæmd kosninga af ríkisstjóranum, sem er Demókrati. Ríkisstjórinn getur beitt neitunarvaldi gegn þessum breytingum en Repúblikanar eru með aukinn meirihluta í ríkisþinginu, vegna þess hvernig þeir hafa teiknað kjördæmi sér í hag, og geta þannig komist hjá neitunarvaldinu. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, sýnir neitunarvaldsstimpil sinn. Eftir að þingkona Demókrataflokksins gekk til liðs við Repúblikana, tryggðu þeir síðarnefndu sér aukinn meirihluta og geta gert umdeild frumvörp að lögum, gegn vilja ríkisstjórans.AP/Hannah Schoenbaum Vilja breyta kjördæmu frekar sér í hag Repúblikanar hafa reynt að breyta kjördæmunum enn meira sér í hag en hæstiréttur Norður-Karólínu stöðvaði það í fyrra. Nú er staðan í hæstarétti þó breytt og íhaldsmenn með meirihluta þar. Repúblikanar eru þannig í stöðu til að auka meirihluta sinn enn meira og tryggja hann í sessi um árabil. AP fréttaveitan segir Repúblikana í Norður-Karólínu ætla að koma tveimur frumvörpum í gegnum þingið. Annað snýst um að gera fólki erfiðara að senda atkvæðaseðla sína til talningar í pósti og hinu frumvarpinu er ætlað að létta hömlur á eftirliti með kosningum en sérfræðingar segja að verði það að lögum gæti það leitt til þess að kjósendum yrði ógnað við kjörstaði. Fyrra frumvarpið myndi gera þingmönnum kleift að skipa eigin embættismenn í kjörstjórn Norður-Karólínu, í stað þess að ríkisstjórinn geri það. Repúblikanar segja að hvor flokkur eigi að skipa helming kjörstjórnarmanna. Gagnrýnendur segja að það myndi eingöngu leiða til deilna og að á endanum yrðu það þingmenn Repúblikanaflokksins og dómarar á vegum flokksins myndu taka ákvarðanir um framkvæmd kosninga. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“ Lauren Boebert, öldungadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti. 15. september 2023 08:36 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 Lögðu einnig til að ákæra Lindsay Graham og fleiri Meðlimir svokallaðs ákærudómstóls í Georgíu í Bandaríkjunum lögðu til að töluvert fleiri yrðu ákærðir með Donald Trump fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Trump og átján aðrir hafa verið ákærðir en einnig var lagt til að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, Kelly Loeffler og David Perdu, fyrrverandi öldungadeildarþingmenn, og Micheal Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, yrðu ákærð vegna málsins. 8. september 2023 16:49 Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. 8. september 2023 08:38 Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 7. september 2023 09:12 Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Þó bæði ríkin séu sveifluríki og Demókratar vinni fleiri kosningar sem ná yfir öll ríkin, hafa Repúblikanar þétt tak á ríkisþingum þar í skjóli kjördæmabreytinga. Þetta tak vilja þeir nota til að halda völdum og ráða því hvernig haldið er utan um kosningar. Óttast að missa kjördæmin Í Wisconsin eru Repúblikanar að reyna að reka hlutlausan yfirmann kosninga í ríkinu og tala um að ákæra nýkjörinn hæstaréttardómara fyrir embættisbrot. Undanfarin ár hafa Repúblikanar sankað að sér sætum á ríkisþingum Wisconsin á sama tíma og þeir tapa iðulega kosningum sem ná yfir allt ríkið. Þetta má rekja til þess að Repúblikanar hafa tryggt sér yfirráð á þingi ríkisins með því að breyta kjördæmum Wisconsin og draga verulega úr vægi kjósenda Demókrataflokksins. Á ensku kallast þetta Gerrymandering en því hefur verið lýst á þann veg að í stað þess að kjósendur velji sér þingmenn, velji þingmenn sér kjósendur. Repúblikanar hafa gert þetta víða um Bandaríkin. Demókratar hafa einnig breytt kjördæmum sér í hag en í mun færri tilvikum. Hér að neðan má sjá stutt útskýringarmyndband USA Today þar sem Gerrymandering er útskýrt nánar. Wisconsin hefur lengi verið eitt af þeim ríkjum þar sem kjósendur flakka milli flokka en þessi ríki eru gjarnan kölluð fjólublá en þann lit færðu með því að blanda bláum og rauðum. Í kosningum þar sem kosið er yfir allt ríkið, án kjördæma, hafa Demókratar þó undanfarin ár verið mun líklegri til að vinna. Það á meðal annars við kosningar hæstaréttardómara en fyrr á þessu ári náðu Demókratar meirihluta í dómstólnum. Hæstiréttur Wisconsin mun á þessu ári taka til skoðunar kjördæmaskipan og þungunarrof í ríkinu og þess vegna eru þingmenn Repúblikanaflokksins að reyna að ákæra hana fyrir embættisbrot, skömmu eftir að hún tók við embætti. Vildu breyta úrslitum kosninga Eftir forsetakosningarnar 2020, þegar Joe Biden vann naumlega gegn Donald Trump í Wisconsin, kvörtuðu Repúblikanar undan utankjörfundaratkvæðum og öðrum öngum kosninganna. Á sama tíma veltu Repúblikanar fyrir sér hvort þeir gætu skipt út réttkjörnum kjörmönnum ríkisins fyrir aðra, sem myndu veita Donald Trump atkvæði í stað Bidens. Repúblikanar í Wisconsin skoðuðu það að breyta úrslitum forsetakosninganna í ríkinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Eastman og aðrir Trump-liðar reyndu að skipta út kjörmönnum í nokkrum ríkjum svo þeir gætu valið Trump en ekki Biden. Ríkin sem um ræðir eru Arisóna, Georgía, Michigan, Nevada, Nýja Mexíkó, Pennsylvanía og Wisconsin. Sambærilegar tilraunir til að skipta út réttkjörnum kjörmönnum eru kjarninn í ákærur saksóknarar í Georgíu gegn Trump og bandamönnum hans. Vissu að þeir gátu ekki rekið hana en gerðu það samt Á fimmtudaginn greiddu öldungadeildarþingmenn í Wisconsin atkvæði um að víkja Meagan Wolfe, sem stýrir kosningum í ríkinu, úr starfi. Hún sagði ríkisþingið ekki hafa umboð til að víkja sér úr starfi og höfðaði mál. Samkvæmt frétt Washington Post höfðu lögmenn Repúblikanaflokksins í Wisconsin sagt þingmönnunum að þeir hefðu ekki umboð til að reka Wolfe og það hafði ríkissaksóknarinn einnig gert, en hann er Demókrati. Wolfe hélt í kjölfarið blaðamannafund og sagðist viss um að Repúblikanar vildu hafa pólitískt skipaðan mann í starfinu, sem þeir gætu valið og gæti látið undan þrýstingi frá þeim. Wolfe er sögð njóta stuðnings annarra embættismanna Starfstímabili Wolfe lauk í sumar en embættismenn frá báðum flokkum vildu að hún héldi starfi sínu áfram. Þeir náðu þó ekki samkomulagi um hvernig ætti að framkvæma það. Í millitíðinni á hún samkvæmt lögum að halda áfram að sinna starfinu. Repúblikanar segjast nú vilja reka Wolfe vegna þess að kjósendur treysti því ekki hvernig kosningar eru framkvæmdar í ríkinu. Tony Evers, ríkisstjóri og Demókrati, segir að Repúblikanar haldi áfram að reyna að grafa undan trúverðugleika kosninga og dreifa ósannindum og dylgjum um kosningastarfsmenn. Janet Protasiewicz, nýr hæstaréttardómari í Wisconsin. Repúblikanar vilja að hún komi ekki að máli um kjördæmaskipan í ríkinu og hafa hótað því að ákæra hana fyrir embættisbrot.AP/Morry Gash Barist um hæstarétt Kjósendur í Wisconsin kusu í apríl Janet Protasiewicz til hæstaréttar Wisconsin og vann hún með ellefu prósentustiga mun. Með því var bundinn endir á um fimmtán ára yfirráð íhaldsmanna í hæstarétti ríkisins. Meðal kosningaloforða Protasiewicz var að reyna að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs og andstæða gegn breytingum á kjördæmum (gerrymandering). Tveir hópar kjósenda í ríkinu hafa höfðað mál gegn því hvernig þingmenn Repúblikanaflokksins hafa teiknað kjördæmalínur og á hæstiréttur Wisconsin að taka það mál fyrir á árinu. Repúblikanar hafa krafist þess að Protasiewicz stígi til hliðar í málinu, vegna fyrri ummæla hennar um að hún sé andvíg gerrymandering. Robin Vos, forseti neðri deildar ríkisþingsins, segir að stígi Protasiewicz ekki til hliðar verði hún ákærð fyrir embættisbrot. Robin Vos, forseti ríkisþings Wisconsin er hér fyrir miðju.AP/Harm Venhuizen Samkvæmt Washington Post virðist Vos hafa dregið í land og hefur hann lagt til að lögum yrði breytt svo hlutlausir ríkisstarfsmenn teiknuðu upp kjördæmalínur sem ættu ekki að hygla öðrum flokki á kostnað hins. Þessi áætlun gæti leitt til nýrra kjördæma fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og er Vos talinn vonast til þess að þau kjördæmi yrðu hagstæðari Repúblikönum en kjördæmi sem teiknuð væru af núverandi meirihluta hæstaréttar ríkisins. Demókratar treysta Vos og Repúblikönum ekki og segjast ekki tilbúnir til að samþykkja tillögu þingforsetans. Evers, áðurnefndur ríkisstjóri, hefur sagt að hann myndi beita neitunarvaldi gegn slíku frumvarpi og vísar hann til þess að Repúblikanar í þinginu gætu einfaldlega rekið starfsmennina sem ættu að teikna kjördæmin og ráðið nýja eða greitt atkvæði gegn kjördæmunum og teiknað eigin kjördæmi aftur. Republicans, who've been ramping up their efforts to interfere in Wisconsin elections, are now demanding Legislature-picked and Legislature-approved map drawers for legislative districts. That's bogus.Read my full statement https://t.co/AVCRosMsvQ pic.twitter.com/kttVVS1QJ7— Governor Tony Evers (@GovEvers) September 12, 2023 Taka völdin af ríkisstjóra Norður-Karólínu Norður-Karólína er einnig „fjólublátt ríki“ og þar eru Repúblikanar einnig að reyna að taka stjórn á framkvæmd kosninga. Trump vann Biden árið 2020 með rétt rúmu prósentustigi en Roy Cooper, ríkisstjóri, náði endurkjöri með fimm prósentustiga mun. Þá unnu Repúblikanar tvö sæti í hæstarétti ríkisins í fyrra og þingmenn Norður-Karólínu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eru jafn margir frá báðum flokkum. Aðra sögu er þó að segja af ríkisþingi Norður-Karólínu, en þar fara Repúblikanar með völd. Þar hafa þeir gert breytingar á lögum um kosningar í ríkinu. Í vikunni stefnir í að Repúblikanar taki völdin um framkvæmd kosninga af ríkisstjóranum, sem er Demókrati. Ríkisstjórinn getur beitt neitunarvaldi gegn þessum breytingum en Repúblikanar eru með aukinn meirihluta í ríkisþinginu, vegna þess hvernig þeir hafa teiknað kjördæmi sér í hag, og geta þannig komist hjá neitunarvaldinu. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, sýnir neitunarvaldsstimpil sinn. Eftir að þingkona Demókrataflokksins gekk til liðs við Repúblikana, tryggðu þeir síðarnefndu sér aukinn meirihluta og geta gert umdeild frumvörp að lögum, gegn vilja ríkisstjórans.AP/Hannah Schoenbaum Vilja breyta kjördæmu frekar sér í hag Repúblikanar hafa reynt að breyta kjördæmunum enn meira sér í hag en hæstiréttur Norður-Karólínu stöðvaði það í fyrra. Nú er staðan í hæstarétti þó breytt og íhaldsmenn með meirihluta þar. Repúblikanar eru þannig í stöðu til að auka meirihluta sinn enn meira og tryggja hann í sessi um árabil. AP fréttaveitan segir Repúblikana í Norður-Karólínu ætla að koma tveimur frumvörpum í gegnum þingið. Annað snýst um að gera fólki erfiðara að senda atkvæðaseðla sína til talningar í pósti og hinu frumvarpinu er ætlað að létta hömlur á eftirliti með kosningum en sérfræðingar segja að verði það að lögum gæti það leitt til þess að kjósendum yrði ógnað við kjörstaði. Fyrra frumvarpið myndi gera þingmönnum kleift að skipa eigin embættismenn í kjörstjórn Norður-Karólínu, í stað þess að ríkisstjórinn geri það. Repúblikanar segja að hvor flokkur eigi að skipa helming kjörstjórnarmanna. Gagnrýnendur segja að það myndi eingöngu leiða til deilna og að á endanum yrðu það þingmenn Repúblikanaflokksins og dómarar á vegum flokksins myndu taka ákvarðanir um framkvæmd kosninga.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“ Lauren Boebert, öldungadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti. 15. september 2023 08:36 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 Lögðu einnig til að ákæra Lindsay Graham og fleiri Meðlimir svokallaðs ákærudómstóls í Georgíu í Bandaríkjunum lögðu til að töluvert fleiri yrðu ákærðir með Donald Trump fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Trump og átján aðrir hafa verið ákærðir en einnig var lagt til að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, Kelly Loeffler og David Perdu, fyrrverandi öldungadeildarþingmenn, og Micheal Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, yrðu ákærð vegna málsins. 8. september 2023 16:49 Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. 8. september 2023 08:38 Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 7. september 2023 09:12 Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“ Lauren Boebert, öldungadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti. 15. september 2023 08:36
Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17
Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53
Lögðu einnig til að ákæra Lindsay Graham og fleiri Meðlimir svokallaðs ákærudómstóls í Georgíu í Bandaríkjunum lögðu til að töluvert fleiri yrðu ákærðir með Donald Trump fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Trump og átján aðrir hafa verið ákærðir en einnig var lagt til að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, Kelly Loeffler og David Perdu, fyrrverandi öldungadeildarþingmenn, og Micheal Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, yrðu ákærð vegna málsins. 8. september 2023 16:49
Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. 8. september 2023 08:38
Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 7. september 2023 09:12
Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49