Fékk að vera með á æfingu hjá Harlem Globetrotters Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2023 21:00 Fréttamaður lék listir sínar sem þó voru ekki alveg jafn stórbrotnar og hjá liðsmönnum Heimshornaflakkaranna frá Harlem. Stöð 2/Steingrímur Dúi Eitt þekktasta körfuboltalið heims kemur til með að leika listir sínar í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður tók forskot á sæluna og fékk að vera með á æfingu. Körfuboltaliðið Harlem Globetrotters, eða Heimshornaflakkararnir frá Harlem, ber nafn með rentu. Liðið hyggur nú á Evróputúr með fjölda áfangastaða. Markmiðið er alltaf það sama, að skemmta áhorfendum með ótrúlegri leikni sem sést almennt ekki þegar lið etja kappi í körfubolta. Evrópuferðalagið hefst á Íslandi, nánar til tekið í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður fékk að líta inn á æfingu, þar sem einn leikmanna sagði veislu fram undan. Angelo Spider Sharpless er einn leikmanna Harlem Globetrotters.Vísir/Steingrímur Dúi „Eitt sem verður hægt að sjá eru troðslur frá miðlínu, alls konar brelluskot, langskot af pöllunum og mismunandi stöðum á vellinum. Svo er það hláturinn, grínið. Þetta er körfubolti þar sem allir geta komið og skemmt sér,“ sagði Angelo Spider Sharpless. Að Evróputúr loknum er Norður-Ameríka næst. „Við höldum bara áfram að ferðast og fá þúsund andlit til að brosa. Höldum bara áfram að hafa áhrif á heiminn.“ Það var ekki úr vegi að fréttamaður fengi að spreyta sig á vellinum, með æfingu sem þjálfari liðsins valdi af kostgæfni, með tilliti til getu hins fyrrnefnda. Hana má sjá hér að neðan. Líkt og áður sagði hefst Evróputúr Heimshornaflakkaranna á morgun í Laugardalshöll. Þeir koma til með að spila tvo leiki, sem raunar mætti frekar kalla sýningar, sem selt er inn á í sitt hvoru lagi. Fyrri sýning hefst klukkan 14, en sú seinni klukkan 19. Í báðum tilfellum opnar húsið þegar klukkustund er í sýningu. Körfubolti Reykjavík Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Körfuboltaliðið Harlem Globetrotters, eða Heimshornaflakkararnir frá Harlem, ber nafn með rentu. Liðið hyggur nú á Evróputúr með fjölda áfangastaða. Markmiðið er alltaf það sama, að skemmta áhorfendum með ótrúlegri leikni sem sést almennt ekki þegar lið etja kappi í körfubolta. Evrópuferðalagið hefst á Íslandi, nánar til tekið í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður fékk að líta inn á æfingu, þar sem einn leikmanna sagði veislu fram undan. Angelo Spider Sharpless er einn leikmanna Harlem Globetrotters.Vísir/Steingrímur Dúi „Eitt sem verður hægt að sjá eru troðslur frá miðlínu, alls konar brelluskot, langskot af pöllunum og mismunandi stöðum á vellinum. Svo er það hláturinn, grínið. Þetta er körfubolti þar sem allir geta komið og skemmt sér,“ sagði Angelo Spider Sharpless. Að Evróputúr loknum er Norður-Ameríka næst. „Við höldum bara áfram að ferðast og fá þúsund andlit til að brosa. Höldum bara áfram að hafa áhrif á heiminn.“ Það var ekki úr vegi að fréttamaður fengi að spreyta sig á vellinum, með æfingu sem þjálfari liðsins valdi af kostgæfni, með tilliti til getu hins fyrrnefnda. Hana má sjá hér að neðan. Líkt og áður sagði hefst Evróputúr Heimshornaflakkaranna á morgun í Laugardalshöll. Þeir koma til með að spila tvo leiki, sem raunar mætti frekar kalla sýningar, sem selt er inn á í sitt hvoru lagi. Fyrri sýning hefst klukkan 14, en sú seinni klukkan 19. Í báðum tilfellum opnar húsið þegar klukkustund er í sýningu.
Körfubolti Reykjavík Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira