Munu mögulega sæta aðgerðum af hálfu erlendra ríkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 06:48 Erna Ýr Öldudóttir er annar tveggja Íslendinga sem ferðaðist til Úkraínu til að taka þátt í „kosningaeftirliti“. Vísir Utanríkisráðuneytið segir ekki útilokað að erlend ríki muni grípa til aðgerða gegn tveimur Íslendingum sem tóku þátt í „kosningaeftirliti“ í Kherson á dögunum, einu þeirra svæða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fréttatilkynningu á dögunum að svokallaðir „alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn“ myndu mögulega sæta refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum. DV greindi frá því á dögunum að umræddir Íslendingar væru Erna Ýr Öldudóttir og meindýraeyðirinn Konráð Magnússon en þau voru meðal nokkurra erlendra ríkisborgara sem fylgdust með kosningunum. Samkvæmt miðlinum EU Observer var vitnað í Konráð í rússneskum miðlum, þar sem hann var sagður hafa hrósað framkvæmd kosninganna. Var hann kallaður „kosningasérfræðingur“ en dálkahöfundur EU Observer vill hins vegar meina að aðkoma hans að svokölluðum kosningum, meindýraeyðis frá Íslandi, sé til marks um einangrun Rússlands á hinum alþjóðlega vettvangi. Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir meðal annars að öll um ræða um „eftirlit“ með „gervikosningum“ sé skrumskæling. „Íslensk stjórnvöld fordæma allar gervikosningar sem haldnar eru á hernumdum svæðum Úkraínu. Sá gjörningur sem átti sér stað í Kherson er marklaus, enda voru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög, eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu,“ segir í svarinu. The list of international observers who came to occupied #Ukraine to enable the occupation & genocide.These aren t useful idiots . These are vultures feeding on Ukraine s suffering.#StopRussia #StandWithUkraine https://t.co/6RaDpql9lP @A_SHEKH0VTS0V pic.twitter.com/FH0JDI1EAi— olexander scherba (@olex_scherba) September 15, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fréttatilkynningu á dögunum að svokallaðir „alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn“ myndu mögulega sæta refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum. DV greindi frá því á dögunum að umræddir Íslendingar væru Erna Ýr Öldudóttir og meindýraeyðirinn Konráð Magnússon en þau voru meðal nokkurra erlendra ríkisborgara sem fylgdust með kosningunum. Samkvæmt miðlinum EU Observer var vitnað í Konráð í rússneskum miðlum, þar sem hann var sagður hafa hrósað framkvæmd kosninganna. Var hann kallaður „kosningasérfræðingur“ en dálkahöfundur EU Observer vill hins vegar meina að aðkoma hans að svokölluðum kosningum, meindýraeyðis frá Íslandi, sé til marks um einangrun Rússlands á hinum alþjóðlega vettvangi. Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir meðal annars að öll um ræða um „eftirlit“ með „gervikosningum“ sé skrumskæling. „Íslensk stjórnvöld fordæma allar gervikosningar sem haldnar eru á hernumdum svæðum Úkraínu. Sá gjörningur sem átti sér stað í Kherson er marklaus, enda voru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög, eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu,“ segir í svarinu. The list of international observers who came to occupied #Ukraine to enable the occupation & genocide.These aren t useful idiots . These are vultures feeding on Ukraine s suffering.#StopRussia #StandWithUkraine https://t.co/6RaDpql9lP @A_SHEKH0VTS0V pic.twitter.com/FH0JDI1EAi— olexander scherba (@olex_scherba) September 15, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira