Skoðun nemanda á umræðunni um farsímabann Daníel Þröstur Pálsson skrifar 14. september 2023 07:30 Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun