Hætta á að verðmætum verði glutrað niður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2023 17:21 Árni Magnússon forstjóri Ísor segir gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld setji fjármuni í rannsóknir á jarðauðlindum hér á landi. Meðan það sé ekki gert sé hætta á að verðmætum sé glutrað niður. Vísir/Sigurjón Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni. Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni.
Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent