Endurskoðaður grænni samgöngusáttmáli Hjálmar Sveinsson skrifar 7. september 2023 14:00 Borgir verða til vegna þess að fólk sækir í samskipti við annað fólk. Tilgangur borgarskipulags er að gera samskiptin greið og ánægjuleg. Samgöngur í borgum lúta sama tilgangi. Tilgangur þeirra er ekki að koma sem flestum bílum á milli staða, heldur að sem flest fólk komist til að hitta annað fólk og auðvitað að koma vörum milli staða. Maður er manns gaman. Forgangsstefna bílaumferðar Einkabílaumferðin sem hefur verið ríkjandi í borginni síðustu 40 árin, er óskilvirkur ferðamáti. Áhersla á einkabílinn hefur orðið til þess að almenningssamgöngum í Reykjavík hefur hnignað mikið undanfarin 50 til 60 ár. Árið 1961 var meðalfjöldi ferða íbúa í Strætó 238 á ári. Þrjátíu árum síðar, eða árið 1990 var meðalfjöldinn 75 á ári. Strætóferðunum hafði fækkað þrefalt og þær höfðu um leið lengst mikið. Árið 1970 voru farþegar með strætisvögnum Reykjavíkur í kringum 13 milljónir. Til að þjóna þeim voru eknir um 3,5 milljónir Árið 2000 voru farþegar með Strætó í kringum 7,5 milljónir og til að þjóna þeim voru eknir 5,5 kílómetrar. Farþegum fækkar, ferði lengjast. Þetta fyrirkomulag var auðvitað pólitísk ákvörðun. Aðalskipulag Reykjavíklur 1962 til 1983, bílaskipulagið svokallaða breytti Reykjavík - sem hafði verið lítil en þétt borg, með nokkuð öflugum almenningssamgöngur - í dreifða bílaborg. Öll áhesla var á gríðarlega viðmikið hraðbrautarkerfi Meðal annars í gegnum miðbæinn. Fjöldi gamalla timburhúsa var rifinn og til stóð að rífa enn fleiri. Allt varð að víkja fyrir bílnum. Forgangsstefna í bílanna hefur gert Reykjavík að einni mestu bílaborg í heimi, sé miðað við bílafjölda á íbúa og þá staðreynd að umferðarmannvirki í borginni þekja um 48% borgarlandsins. Það er fáheyrt í heiminum. Óralangar hægfara bílaraðir kvölds árdegis og síðdegis eru kennileiti bílaborganna. Vítahringur rofinn Það er langt síðan flestum varð ljóst að í óefni stefnir. Já, vítahring. Dreifingin mikla gerir fólk háð bílum og það skapar stöðugan þrýsing á meira pláss fyrir bíla sem ýtir svo undir meiri dreifingu sem kallar ám enn breiðari stofnbrautir og mislæg gatnamót. Óhjákvæmilegt er að rjúfa vítahringinn með því að stoppa úrþenslu byggðarinnar og taka upp forgangsstefnu skilvirkra, vistvænna samgangsmáta. Það er leiðarstefið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2040 og Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040. Í fararbroddi hinnar nýju stefnu er öflugt og skilvirkt hraðvagnasamgöngukerfi á sérreinum sem við köllum Borgarlínu Samgöngusáttmáli Höfuðborgarsvæðisins er ávöxtur þessarar stefnu. Um hann hefur skapast breið þverpólitísk sátt. Það er út af fyrir sig afrek. Átök vegna fjármögnunar eru eðlileg. En það er grátbroslegt að um leið og kynnt er áætlun um framkvæmdir við ótal jarðgöng, jafnvel í mjög fámennum byggðum, tvöfalda þjóðvegi og tvíbreiðar brýr um allt land fyrir tæpa þúsund milljarða, þykir fámennum en háværum hópi það óðsmannsæði að gera jarðgöng í Reykjavík, smíða Fossvogsbrú, leggja Borgarlínu og þétt net hjólastígakerfis á höfuðborgarsvæðinu fyrir bara þriðjung af þessari upphæð. Á höfuðborgarsvæðinu búa tveirþriðju hlutar landsmanna og fjölgar hlutfallslega mjög hratt. Grænni sáttmáli Samgöngusáttmálinn er nú í endurskoðun. Það er eðlilegt. Að mínu mati er hann óþarflega grár. Alltof mikil áhersla á bílasamgöngukerfið. Sumt af því í mikilli óþökk íbúa í nærsamfélaginu. Dæmi um það er Arnarnesvegurinn. Hann sker byggðina í Efra-Breiðholti og Vatnsendahverfi frá útivistarsvæðum útmerkurinnar. Hann átti að kosta 2,2 milljarða en var boðinn út á 7,2 milljarða (samkvæmt ágætri grein fjármálaráðherra í Mogga í dag). Ég tel óhjákvæmilegt að græni hluti sáttmálans verði mun stærri en sá grái. Það er framtíðin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samgöngur Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Borgir verða til vegna þess að fólk sækir í samskipti við annað fólk. Tilgangur borgarskipulags er að gera samskiptin greið og ánægjuleg. Samgöngur í borgum lúta sama tilgangi. Tilgangur þeirra er ekki að koma sem flestum bílum á milli staða, heldur að sem flest fólk komist til að hitta annað fólk og auðvitað að koma vörum milli staða. Maður er manns gaman. Forgangsstefna bílaumferðar Einkabílaumferðin sem hefur verið ríkjandi í borginni síðustu 40 árin, er óskilvirkur ferðamáti. Áhersla á einkabílinn hefur orðið til þess að almenningssamgöngum í Reykjavík hefur hnignað mikið undanfarin 50 til 60 ár. Árið 1961 var meðalfjöldi ferða íbúa í Strætó 238 á ári. Þrjátíu árum síðar, eða árið 1990 var meðalfjöldinn 75 á ári. Strætóferðunum hafði fækkað þrefalt og þær höfðu um leið lengst mikið. Árið 1970 voru farþegar með strætisvögnum Reykjavíkur í kringum 13 milljónir. Til að þjóna þeim voru eknir um 3,5 milljónir Árið 2000 voru farþegar með Strætó í kringum 7,5 milljónir og til að þjóna þeim voru eknir 5,5 kílómetrar. Farþegum fækkar, ferði lengjast. Þetta fyrirkomulag var auðvitað pólitísk ákvörðun. Aðalskipulag Reykjavíklur 1962 til 1983, bílaskipulagið svokallaða breytti Reykjavík - sem hafði verið lítil en þétt borg, með nokkuð öflugum almenningssamgöngur - í dreifða bílaborg. Öll áhesla var á gríðarlega viðmikið hraðbrautarkerfi Meðal annars í gegnum miðbæinn. Fjöldi gamalla timburhúsa var rifinn og til stóð að rífa enn fleiri. Allt varð að víkja fyrir bílnum. Forgangsstefna í bílanna hefur gert Reykjavík að einni mestu bílaborg í heimi, sé miðað við bílafjölda á íbúa og þá staðreynd að umferðarmannvirki í borginni þekja um 48% borgarlandsins. Það er fáheyrt í heiminum. Óralangar hægfara bílaraðir kvölds árdegis og síðdegis eru kennileiti bílaborganna. Vítahringur rofinn Það er langt síðan flestum varð ljóst að í óefni stefnir. Já, vítahring. Dreifingin mikla gerir fólk háð bílum og það skapar stöðugan þrýsing á meira pláss fyrir bíla sem ýtir svo undir meiri dreifingu sem kallar ám enn breiðari stofnbrautir og mislæg gatnamót. Óhjákvæmilegt er að rjúfa vítahringinn með því að stoppa úrþenslu byggðarinnar og taka upp forgangsstefnu skilvirkra, vistvænna samgangsmáta. Það er leiðarstefið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2040 og Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040. Í fararbroddi hinnar nýju stefnu er öflugt og skilvirkt hraðvagnasamgöngukerfi á sérreinum sem við köllum Borgarlínu Samgöngusáttmáli Höfuðborgarsvæðisins er ávöxtur þessarar stefnu. Um hann hefur skapast breið þverpólitísk sátt. Það er út af fyrir sig afrek. Átök vegna fjármögnunar eru eðlileg. En það er grátbroslegt að um leið og kynnt er áætlun um framkvæmdir við ótal jarðgöng, jafnvel í mjög fámennum byggðum, tvöfalda þjóðvegi og tvíbreiðar brýr um allt land fyrir tæpa þúsund milljarða, þykir fámennum en háværum hópi það óðsmannsæði að gera jarðgöng í Reykjavík, smíða Fossvogsbrú, leggja Borgarlínu og þétt net hjólastígakerfis á höfuðborgarsvæðinu fyrir bara þriðjung af þessari upphæð. Á höfuðborgarsvæðinu búa tveirþriðju hlutar landsmanna og fjölgar hlutfallslega mjög hratt. Grænni sáttmáli Samgöngusáttmálinn er nú í endurskoðun. Það er eðlilegt. Að mínu mati er hann óþarflega grár. Alltof mikil áhersla á bílasamgöngukerfið. Sumt af því í mikilli óþökk íbúa í nærsamfélaginu. Dæmi um það er Arnarnesvegurinn. Hann sker byggðina í Efra-Breiðholti og Vatnsendahverfi frá útivistarsvæðum útmerkurinnar. Hann átti að kosta 2,2 milljarða en var boðinn út á 7,2 milljarða (samkvæmt ágætri grein fjármálaráðherra í Mogga í dag). Ég tel óhjákvæmilegt að græni hluti sáttmálans verði mun stærri en sá grái. Það er framtíðin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar