Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 5. september 2023 11:31 Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Grunnskólar Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun