Mannskæðir vatnavextir í úrhelli á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2023 12:24 Björgumenn leita að fjölskylduföður sem hvarf þegar aurskriða ýtti bíl hans út í á við Aldea del Fresno í Madridarhéraði í gær. Vísir/EPA Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær. Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári. Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári.
Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira