Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram þar sem má sjá glitta í nýfædda hvítvoðunginn.
Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið. Birgir fór á skeljarnar í borg ástarinnar, París, í september í fyrra. Rakel virðist hafa samþykkt beiðnina og birti mynd af trúlofunarhringnum með Eifeel-turninn í bakgrunn.
Tónlistin í blóð borin
Fyrr á árinu fór Birgir í einlægt viðtal í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2 + þar sem hann spjallaði um tónlistarferilinn og baráttu sína við kvíða sem hefur fylgt honum frá unga aldri svo eitthvað sé nefnt.
Birgir er sonur tónlistarmannsins Stefáns Hilmarssonar og á þvi ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Hann fann áhugann snemma á tónlist og byrjaði fikra sig áfram á hinum ýmsu hljóðfærum áður en hann fór að semja tónlist og syngja.
Ný hlutverk
Birgir birti mynd af þeim feðgum fyrr í sumar þar sem þeir ræddu komandi tíma í nýjum hlutverkum.