Rennsli í Skaftá haldist stöðugt Telma Tómasson skrifar 31. ágúst 2023 07:31 Athuganir sem gerðar voru í flugi í gær staðfesta að Skaftárhlaupið sem nú sé í gangi eigi upptök sín í Eystri-Skaftárkatlinum. Veðurstofan/Jón Grétar Sigurðsson Rennsli í Skaftá hefur haldist frekar stöðugt í nótt og er enn óljóst hvort hlaupið hafi náð því hámarki sem beðið hefur verið eftir. Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni er hugsanlegt að farið sé að draga úr rennslinu og verði fylgst áfram með þróun mála í dag. Engin hætta er lengur á ferðum vegna vatnsflaums við vegi og tók lögreglustjórinn á Suðurlandi ákvörðun í gær um að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftánni. Hins vegar er enn hætta á gasmengun við ána og því er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar að óþörfu. Á vef Veðurstofunnar segir að talsverður vatnsagi sé af völdum hlaupsins í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs en ekki sé útlit fyrir að hlaupvatnið nái upp á þjóðveg 1, líkt og gerst hafi í stórum Skaftárhlaupum. Starfsmenn Veðurstofu hafa verið í sambandi við skálastjórann í Hólaskjóli sem segir enn mikla brennisteinslykt þar í grennd við ána. Vísindamenn Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir svæðið með Landhelgisgæslu Íslands í gær. „Dökkur jökullitur er á hlaupvatninu upp eftir Skaftárdal og alla leið að Skaftárjökli, þar sem hlaupið kemur undan jökulsporðinum á nokkrum stöðum. Ekki voru teljandi merki þess að jökulísinn hefði brotnað upp af völdum hlaupvatns sem þrengir sér til yfirborðs. Þegar flogið var yfir Vestari Skaftárketil sást að þar var allt með kyrrum kjörum. Í katlinum var allstór leysingarpollur auk þess sem gjóskubunkar sjást í katlinum norðanverðum. Eystri ketillinn var hins vegar talsvert mikið siginn og leysingarvatn í honum hafði tæmst niður um sprungur og rásir í jöklinum. Stórar hringsprungur, greinilega alveg nýmyndaðar, voru mjög áberandi við austur- og norðurjaðar ketilsins. Það er því ljóst að hlaupvatnið hefur komið úr lóninu undir Eystri Skaftárkatli. Í gær má áætla að um 100 gígalítrar (= 0.1 km3) hlaupvatns hafi þegar runnið fram við Sveinstind. Það er einungis helmingur af rúmmáli dæmigerðra hlaupa úr eystri katlinum. Rennslið nú í morgun var um 640 m3/s og verður áfram fylgst með framvindunni,“ segir í tilkynningunni á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni er hugsanlegt að farið sé að draga úr rennslinu og verði fylgst áfram með þróun mála í dag. Engin hætta er lengur á ferðum vegna vatnsflaums við vegi og tók lögreglustjórinn á Suðurlandi ákvörðun í gær um að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftánni. Hins vegar er enn hætta á gasmengun við ána og því er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar að óþörfu. Á vef Veðurstofunnar segir að talsverður vatnsagi sé af völdum hlaupsins í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs en ekki sé útlit fyrir að hlaupvatnið nái upp á þjóðveg 1, líkt og gerst hafi í stórum Skaftárhlaupum. Starfsmenn Veðurstofu hafa verið í sambandi við skálastjórann í Hólaskjóli sem segir enn mikla brennisteinslykt þar í grennd við ána. Vísindamenn Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir svæðið með Landhelgisgæslu Íslands í gær. „Dökkur jökullitur er á hlaupvatninu upp eftir Skaftárdal og alla leið að Skaftárjökli, þar sem hlaupið kemur undan jökulsporðinum á nokkrum stöðum. Ekki voru teljandi merki þess að jökulísinn hefði brotnað upp af völdum hlaupvatns sem þrengir sér til yfirborðs. Þegar flogið var yfir Vestari Skaftárketil sást að þar var allt með kyrrum kjörum. Í katlinum var allstór leysingarpollur auk þess sem gjóskubunkar sjást í katlinum norðanverðum. Eystri ketillinn var hins vegar talsvert mikið siginn og leysingarvatn í honum hafði tæmst niður um sprungur og rásir í jöklinum. Stórar hringsprungur, greinilega alveg nýmyndaðar, voru mjög áberandi við austur- og norðurjaðar ketilsins. Það er því ljóst að hlaupvatnið hefur komið úr lóninu undir Eystri Skaftárkatli. Í gær má áætla að um 100 gígalítrar (= 0.1 km3) hlaupvatns hafi þegar runnið fram við Sveinstind. Það er einungis helmingur af rúmmáli dæmigerðra hlaupa úr eystri katlinum. Rennslið nú í morgun var um 640 m3/s og verður áfram fylgst með framvindunni,“ segir í tilkynningunni á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16