213 látnir af völdum Covid og metfjöldi greindur með lekanda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2023 07:15 Þátttaka barna í almennum bólusetningum var heldur slakari árið 2022 en á árum áður. Getty/Sean Gallup Samtals létust 213 einstaklingar árið 2022 þar sem Covid-19 var undirliggjandi orsök. Mynstur inflúensu var óvenjulegt og óvenjumikið um grúppu A streptókokkasýkingar, bæði hálsbólgu og skarlatssótt, og innlagnir á sjúkrahús vegna ífarandi sýkinga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira