213 látnir af völdum Covid og metfjöldi greindur með lekanda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2023 07:15 Þátttaka barna í almennum bólusetningum var heldur slakari árið 2022 en á árum áður. Getty/Sean Gallup Samtals létust 213 einstaklingar árið 2022 þar sem Covid-19 var undirliggjandi orsök. Mynstur inflúensu var óvenjulegt og óvenjumikið um grúppu A streptókokkasýkingar, bæði hálsbólgu og skarlatssótt, og innlagnir á sjúkrahús vegna ífarandi sýkinga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira