„Í raun bara óboðlegt hjá okkur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. ágúst 2023 21:46 Arnþór Ari Atlason var ekki sáttur með hvernig HK missti stigin þrjú úr greipum sér. Vísir/Hulda Margrét HK og ÍBV skildu jöfn í botnbaráttuslag í Bestu deild karla í kvöld eftir mikla dramatík undir lok leiks. HK komst 2-0 yfir en undir lokin jöfnuðu Eyjamenn. Arnþór Ari, miðjumaður HK, var mjög svekktur í leikslok. „Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
„Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira