„Í raun bara óboðlegt hjá okkur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. ágúst 2023 21:46 Arnþór Ari Atlason var ekki sáttur með hvernig HK missti stigin þrjú úr greipum sér. Vísir/Hulda Margrét HK og ÍBV skildu jöfn í botnbaráttuslag í Bestu deild karla í kvöld eftir mikla dramatík undir lok leiks. HK komst 2-0 yfir en undir lokin jöfnuðu Eyjamenn. Arnþór Ari, miðjumaður HK, var mjög svekktur í leikslok. „Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
„Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira