Segja neytendur blekkta með fagurgala um áhrif omega-3 fæðubótarefna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 10:38 Íslendingar hafa löngum byrjað daginn á því að taka lýsi. En hefur það tilætluð áhrif á líkamann? Getty Ný rannsókn bendir til þess að framleiðendur fæðubótarefna sem innihalda fiskiolíu séu ófeimnir við að markaðsetja hana sem góða fyrir hjarta- og æðakerfið, jafnvel þótt rannsóknir hafi sýnt fram á að áhrif þeirra séu lítil eða engin. Samkvæmt frétt Washington Post um málið hafa rannsóknir sýnt fram á að neysla sjávarfangs sé góð fyrir hjartað og að þeir sem neyta sjávarfangs reglulega séu minna líklegir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Ávinningin má meðal annars rekja til omega-3 fitusýra en neysla þeirra í pilluformi virðist ekki skila sama árangri og að fá þær beint úr matvælum. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar voru birtar í JAMA Cardiology í gær en rannsóknin náði til yfir 2.000 fæðubótarefna sem innihalda fiskolíu. Í um 80 prósent tilvika reyndust vörurnar auglýstar með texta um góð áhrif omega-3 á líkamann og í um 60 prósent tilvika var fjallað um góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Ann Marie Navar, hjartasérfræðingur við University of Texas Southwestern Medical Center og einn af skýrsluhöfundunum, segir hið almenna orðalag blekkja neytendur til að halda að fæðubótarefnin leiði til ávinnings fyrir heilann og hjartað. Sérfræðingar segja rannsóknir, þar af tvær nýlegar, ekki benda til þess að svo sé. Navar segir að hún og kollegar hennar hafi ákveðið að ráðast í rannsóknina á fæðubótarefnunum eftir að hafa ítrekað heyrt sjúklinga sína tala um að þeir væru að taka þau fyrir hjartað. Það kæmi þeim alltaf á óvart þegar hún upplýsti þá um að líklega hefðu efnin engin áhrif. „Það kemur mér ekki á óvart að sjúklingar mínir haldi að fiskiolía sé að hjálpa þeim,“ segir hún eftir að hafa rannsakað það hvernig vörurnar eru merktar og auglýstar. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa niðurstöður rannsókna ekki allar verið á einn veg hvað varðar mögulegan ávinning af inntöku fiskiolíu en nýjar rannsóknir, sem náðu til samtals 45.000 einstaklinga, virðast benda til þess að hann sé takmarkaður. Luke Laffin, sérfræðingur í forvörnum hjartasjúkdóma hjá Cleveland Clinic, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, það er að segja að verið sé að ýja að því við neytendur að fæðubótarefnin muni hjálpa þeim. „Ef við héldum að þau hefðu góð áhrif þá værum við að ávísa þeim,“ segir hann. Laffin segist hvetja sjúklinga sína til að fá omega-3 með því að neyta sjávarfangs og annarra matvæla. Lyf Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Neytendur Heilsa Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Samkvæmt frétt Washington Post um málið hafa rannsóknir sýnt fram á að neysla sjávarfangs sé góð fyrir hjartað og að þeir sem neyta sjávarfangs reglulega séu minna líklegir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Ávinningin má meðal annars rekja til omega-3 fitusýra en neysla þeirra í pilluformi virðist ekki skila sama árangri og að fá þær beint úr matvælum. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar voru birtar í JAMA Cardiology í gær en rannsóknin náði til yfir 2.000 fæðubótarefna sem innihalda fiskolíu. Í um 80 prósent tilvika reyndust vörurnar auglýstar með texta um góð áhrif omega-3 á líkamann og í um 60 prósent tilvika var fjallað um góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Ann Marie Navar, hjartasérfræðingur við University of Texas Southwestern Medical Center og einn af skýrsluhöfundunum, segir hið almenna orðalag blekkja neytendur til að halda að fæðubótarefnin leiði til ávinnings fyrir heilann og hjartað. Sérfræðingar segja rannsóknir, þar af tvær nýlegar, ekki benda til þess að svo sé. Navar segir að hún og kollegar hennar hafi ákveðið að ráðast í rannsóknina á fæðubótarefnunum eftir að hafa ítrekað heyrt sjúklinga sína tala um að þeir væru að taka þau fyrir hjartað. Það kæmi þeim alltaf á óvart þegar hún upplýsti þá um að líklega hefðu efnin engin áhrif. „Það kemur mér ekki á óvart að sjúklingar mínir haldi að fiskiolía sé að hjálpa þeim,“ segir hún eftir að hafa rannsakað það hvernig vörurnar eru merktar og auglýstar. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa niðurstöður rannsókna ekki allar verið á einn veg hvað varðar mögulegan ávinning af inntöku fiskiolíu en nýjar rannsóknir, sem náðu til samtals 45.000 einstaklinga, virðast benda til þess að hann sé takmarkaður. Luke Laffin, sérfræðingur í forvörnum hjartasjúkdóma hjá Cleveland Clinic, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, það er að segja að verið sé að ýja að því við neytendur að fæðubótarefnin muni hjálpa þeim. „Ef við héldum að þau hefðu góð áhrif þá værum við að ávísa þeim,“ segir hann. Laffin segist hvetja sjúklinga sína til að fá omega-3 með því að neyta sjávarfangs og annarra matvæla.
Lyf Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Neytendur Heilsa Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira