Stuðningsmenn ÍBV sögðu dómara að hengja sig og skjóta sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2023 15:45 Stuðningsmenn ÍBV létu ókvæðisorðum rigna yfir aðstoðardómara leiks liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna. Jóhann K Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í garð dómara. Honum var meðal annars sagt að hengja sig og skjóta sig. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á dögunum var tekin fyrir skýrsla dómara frá leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram 29. júlí. Valskonur unnu leikinn með sjö mörkum gegn einu. Þar kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og létu fúkyrðum rigna yfir hann. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því gæslu að stuðningsmennirnir yrðu fjarlægðir eða þeim beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Enginn eftirlitsmaður KSÍ var á leiknum en tilkynningin um framkomu stuðningsmannanna barst til KSÍ í gegnum skýrslu dómara. Aga- og úrskurðarnefnd barst greinargerð frá ÍBV þar sem ekki er dregið í efa að Ásgeir fari með rétt mál, framkoma stuðningsmannanna hörmuð og hann beðinn afsökunar. Eyjamenn ætla jafnframt að endurskoða verkferla við gæslu til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Greinargerð ÍBV og viðbrögð félagsins urðu til þess að refsingin var lækkuð úr tvö hundruð þúsund krónum niður í hundrað þúsund krónur. Lesa má úrskurð nefndarinnar með því að smella hér. Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á dögunum var tekin fyrir skýrsla dómara frá leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram 29. júlí. Valskonur unnu leikinn með sjö mörkum gegn einu. Þar kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og létu fúkyrðum rigna yfir hann. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því gæslu að stuðningsmennirnir yrðu fjarlægðir eða þeim beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Enginn eftirlitsmaður KSÍ var á leiknum en tilkynningin um framkomu stuðningsmannanna barst til KSÍ í gegnum skýrslu dómara. Aga- og úrskurðarnefnd barst greinargerð frá ÍBV þar sem ekki er dregið í efa að Ásgeir fari með rétt mál, framkoma stuðningsmannanna hörmuð og hann beðinn afsökunar. Eyjamenn ætla jafnframt að endurskoða verkferla við gæslu til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Greinargerð ÍBV og viðbrögð félagsins urðu til þess að refsingin var lækkuð úr tvö hundruð þúsund krónum niður í hundrað þúsund krónur. Lesa má úrskurð nefndarinnar með því að smella hér.
Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira