Þrisvar reitt til höggs Gylfi Þór Gíslason skrifar 21. ágúst 2023 07:19 Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Ísafjarðarbær Byggðamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun